Slepp ég við skattinn á Íslandi?

Ljósmynd/Unsplash

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​​MBA svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem hefur fengið eftirlaun á Íslandi í 8 ár. 

Góðan daginn!

Ég er búsettur í Svíþjóð og hef fengið eftirlaun frá Íslandi í 8 ár og borgað skatt á Íslandi. Nú vill svo til að sænska skattstofan ætlar að skattleggja þessi eftirlaun hér í Svíþjóð. Þá er mín spurning, slepp ég við skattinn á Íslandi, ef ég er skattlagður hér? Þetta ár lendi ég í skattinum í báðum löndum.

Kv. Magnús

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.

Sæll.

Aðili með heimilisfesti í einu ríki sem aflar tekna í öðru ríki eða á þar eignir, getur verið skattskyldur í báðum ríkjum vegna umræddra tekna eða eigna sem myndi að óbreyttu leiða til tvískattlagningar. Til að koma í veg fyrir tvísköttun hafa ríki gert tvísköttunarsamninga sín á milli sem fela í sér reglur um það hvernig skattlagningarvaldi yfir mismunandi verðmætum er skipt milli samningsríkjanna.

Ísland og Svíþjóð eru aðilar að samningi Norðurlandanna til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir.

Að gefnum forsendum er hægt að sækja um undanþágu á skattskyldu á grundvelli tvísköttunarsamnings (Norðurlandasamningsins) til að koma í veg fyrir tvísköttun teknanna sem skattskyldar eru á Íslandi og Svíþjóð. Sótt er um undanþágu með eyðublaði hjá skattyfirvöldum.

Ég vona að þetta svari spurningu þinni.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál