Lá veik á spítala þegar fyrirtækið var selt

Íslensk kona er ósátt því hún telur að fyrirtæki hennar …
Íslensk kona er ósátt því hún telur að fyrirtæki hennar hafi verið selt á undirverði. Ljósmynd/Unsplahs

Sævar Þór Jónsson lögmaður hjá Sævar Þór & Partners svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem seldi fyrirtæki sitt á undirverði. 

Sæll.

Ég seldi fyrirtæki mitt á undirverði og þar að auki tækjabúnað 2014. Er nokkuð hægt að gera eitthvað í þessu í dag? Fá einhverja leiðréttingu eða er þetta fyrnt með undirskrift minni? Kaupendur notuðu sér aðstöðuna, meðan ég var veik á sjúkrahúsi og faðir minn nýlátinn, með milligöngu bróður míns. 

Bestu kveðjur, H

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA.

Sæl 

Í íslenskum rétti er meginreglan sú að samninga ber að halda. Þessa reglu má rekja allt til Jónsbókar og hefur verið grundvallarregla í vestrænum samfélögum í langan tíma. Að baki reglunni stendur hugmyndin um samningsfrelsið en í því felst að mönnum er frjálst að ákveða hvort gera skuli samninga, að velja sér gagnaðila og að ákveða efni samnings, þar á meðal kaupverð fyrir hinu selda.

Allar undantekningar frá meginreglunni eru skýrðar þröngt af dómstólum samkvæmt almennum lögskýringareglum. Þröngar skorður eru því settar fyrir því að samningsaðilar geti vikið samningi til hliðar eða breytt efni hans meðal annars kaupverði einkum eftir svo langan tíma og raun ber vitni. Þá standa ólögfestar meginreglur kröfuréttar um tómlæti yfirleitt í vegi kröfum af þeim toga. Meginreglan er sömuleiðis sú að kröfuréttindi fyrnist á fjórum árum, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál