Kærastan allt of hávær og veggirnir þunnir

Konan er með mikil læti þegar fólkið stundar kynlíf.
Konan er með mikil læti þegar fólkið stundar kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

„Kærastan mín gefur frá sér mikið hljóð þegar við stundum kynlíf. Hún stynur mjög hátt, segir ýmislegt áhugavert og skipar mér að gera hitt og þetta. Ég hef aldrei verið með jafn frjálslegri, kynferðislega ágengri konu áður og það kemur mér í stuð. Nýlega varð þetta þó að vandamáli,“ skrifar maður og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

„Við erum nýflutt inn í hús með nokkrum vinum (þremur öðrum pörum) og einn af félögum mínum kallaði kærustuna mína „öskrarann“ sem truflaði mig og gerði mér grein fyrir því að veggirnir eru þynnri en ég hélt. Ég sagði kærustunni minni frá áhyggjum mínum en hún hló bara og heldur áfram að vera með læti. Eftir þetta hef ég átt erfitt með að njóta þess að stunda kynlíf þar sem ég er hræddur um að það heyrist í mér. Ég ímynda mér þau öll tala saman og hlæja að okkur sem gerir það að verkum að ég á erfitt með að fá það. Heldur þú að hún geti bara notið kynlífs þegar hún tjáir sig svona? Hvað get ég gert?“

mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að kærasta hans sé orðin vön því að láta í sér heyra og það geti tekið tíma fyrir hana að lækka raddstyrk sinn. Ráðgjafinn segir að það sé mikilvægt að virða aðra þegar margt fólk býr undir sama þaki. 

„Vertu hreinskilinn við hana á jákvæðan hátt. Þú getur til dæmis sagt henni að þú elskir að hún tjái líðan sína þegar hún stundar kynlíf en þar sem þið hafið flutt inn með öðru fólki sért þú með áhyggjur af því að trufla það og kannski gæti hún verið hljóðlátari. Þú gætir stungið upp á því að bíða þangað til að allir eru farnir út. 

Aðstæður sem þessar eru prófsteinn á samband ykkar. Að læra að leysa vandamál sem lið er nauðsynlegt til lengri tíma litið auk þess sem það ýtir undir samkennd. 

Að því sögðu þá eiga margir erfitt með að sökkva sér í kynlíf að fullu eða leyfa sér að gleyma sér. Svo farðu varlega og hrósaðu kærustu þinni fyrir hennar einstaka hæfileika, ekki skamma hana.“

mbl.is