Er í lagi að daðra í vinnunni?

Samkvæmt Cosmopolitan finnst 62% kvenna í lagi að daðra í …
Samkvæmt Cosmopolitan finnst 62% kvenna í lagi að daðra í vinnunni. Ljósmynd/Unsplash

Eftir #MeToo byltinguna töldu margir að vinnustaðarrómantík myndi heyra sögunni til. Á vef Cosmopolitan má finna skemmtilega grein um viðhorf fólks til ástarmála á vinnustað. Starfsfólk Cosmopolitan spurði 800 konur á aldrinum 18 - 35 ára um ástina og svöruðu 84% kvenna að þær myndu fara á stefnumót með vinnufélaga, svo framarlega sem hann væri ekki í sömu deild og þær. 40% þeirra sem svöruðu höfðu farið á stefnumót með vinnufélaga (eftir #MeToo byltinguna) og 62% þeirra sem svöruðu finnst í lagi að daðra í vinnunni. 72% eiga vini sem hafa farið á stefnumót með vinnufélaga. 

„Ég fór á stefnumót með vinnufélaga. Það var gaman. Við deildum sömu áhugamálum og höfðum um margt að tala,“ segir Lauren sem er 29 ára. 

„Ég og kærasti minn kynntumst í vinnunni. Við fórum leynt með sambandið. Ég man eftir að hafa kysst hann á bakvið tré svo enginn myndi sjá okkur,“ segir Chloe 23 ára sem vinnur hjá hinu opinbera í Bandaríkjunum. Hún og kærasti hennar eru nú í sambandi sem þau hafa opinberað, enda eru þau hætt að starfa saman og frjálsari fyrir því hvað fólki finnst.

Í greinini er fjallað um þá hugmynd að karlar eru varkárari þegar kemur að ást á vinnustaðnum eftir auknar umræður um mörk og markaleysi á þessu sviði. Yfir 90% kvenna segjast harðar á því að hafna yfirmönnum sínum ef svo ber undir og fara ekki í drykk eða eitthvað annað með stjórnendum ef það hentar þeim ekki. 

Sérfræðingar virðast vera á ólíku máli um áhrif þess að setja stefnu um ást á vinnustaðnum og hegðun fólks í þessu samhengi. Það sem margir benda á er sú staðreynd að heilbrigð sambönd og samþykki sé ekki það sama og kynferðisleg áreitni.

Samkvæmt rannsókn sem Háskólinn í Houston gerði árið 2019 sögðust 27% karla forðast að fara einir á fund með konum í vinnunni (e one-on-one). Slík forðun er talin geta haft skaðleg áhrif á konur þegar kemur að frama þeirra og tækifærum til að vinna sig upp í fyrirtækjum. 

mbl.is