Er 25 ára aldursmunur á pörum vandamál?

Alicia Vikander og Michael Fassbender gengu í hjónaband árið 2017.
Alicia Vikander og Michael Fassbender gengu í hjónaband árið 2017. mbl.is/AFP

Ástin spyr ekki að aldri ef marka má nýlega grein á Women´s Health. Fjölmargir þekktir einstaklingar láta ekki aldurinn stoppa sig. Alicia Vikander er sem dæmi 11 árum yngri en eiginmaður hennar Michael Fassbender. 

Á vef Women´s Health má lesa um pör sem hafa fundið hamingjuna þrátt fyrir að vera á ólíku aldursskeiði. Í greininni kemur fram að þó margir eigi sér draum um að deila lífinu með aðila sem er á sama aldri, sé raunveruleikinn oft langt frá þeirri hugmynd.

Eftirtaldir aðilar hafa allir staðið af sér umtal og gagnrýni almennings og fundið ástina í örmum aðila á öðru aldursbili. 

Guy Ritchie og Jacqui Ainsley - 14 ár

Richie og Ainsley kynntust í gegnum sameiginlega vini á hóteli í London. Fjórum árum seinna voru þau gift og búin að eignast þrjú börn. 

Leikstjórinn Guy Ritchie og fyrirsætan Jacqui Ainsley.
Leikstjórinn Guy Ritchie og fyrirsætan Jacqui Ainsley. mbl.is/AFP
Alicia Vikander og Michael Fassbender - 11 ár

Þrátt fyrir aldursmuninn léku Vikander og Fassbender hjón í kvikmyndinni The Light Between Two Oceans. Strax eftir kvikmyndina fóru þau að rugla reitum saman og giftu sig síðan á Spáni árið 2017.

Alicia Vikander hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í …
Alicia Vikander hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Danish Girl. mbl.is/AFP
Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness - 13 ár

Jackman og Furness kynntust árið 1995. Þau voru strax viss um hvort annað og byrjuðu saman stuttu eftir fyrstu kynni. Þau voru gift ári seinna. 
Ellen DeGeneres og eiginkona hennar, leikkonan Portia de Rossi.
Ellen DeGeneres og eiginkona hennar, leikkonan Portia de Rossi. mbl.is/AFP

Portia de Rossi og Ellen DeGeneres - 15 ár

DeGeneres og Rossi hafa verið saman frá árinu 2004. Þær gengu í hjónaband árið 2008 þegar samkynhneigðir fengu leyfi til að gifta sig í fylkinu. DeGeneres segir að sambandið sé það fyrsta sem hún upplifir, þar sem hún er viss um að vilja vera með Rossi það sem eftir er ævinnar. 

Rupert Murdoch og Jerry Hall giftu sig árið 2016.
Rupert Murdoch og Jerry Hall giftu sig árið 2016. mbl.is/AFP


Rubert Murdoch og Jerry Hall - 25 ár

Hinn 88 ára Murdoch og 63 ára Hall vöktu athygli þegar þau tilkynntu um trúlofun sína árið 2016. Parið giftu sig í London síðla ársins 2016 og hefur Murdoch látið það í ljós að hann sé heppnasti og hamingjusamasti maður veraldar. 

Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham hafa verið saman frá árinu …
Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham hafa verið saman frá árinu 2010. mbl.is/AFP


Jason Statham og Rosie Huntington-Whiteley - 20 ár

Statham og Huntington-Whiteley kynntust við upptökur á kvikmyndinni Transformers: Dark of the Moon árið 2010. Þau hafa verið trúlofuð frá árinu 2016 og eignuðust barn saman ári seinna. mbl.is