Snjallúrið kom upp um framhjáhald

Jane Slater uppgötvaði að kærastinn væri að halda framhjá henni.
Jane Slater uppgötvaði að kærastinn væri að halda framhjá henni. skjáskot/Instagram

Íþróttafréttakonan Jane Slater komst að því með aðstoð snjallúrs að fyrrverandi kærasti hennar var að halda framhjá henni. 

Í færslu á Twittter segir Slater frá því að hann hafi gefið henni FitBit-snjallúr í jólagjöf. Í kjölfarið hafi þau tengt saman úrin sín svo þau sæju árangur hvort annars í forritinu. 

Eina nóttina þegar kærastinn var ekki heima tók hún eftir því að úrið sýndi mikil líkamleg átök klukkan fjögur um nóttina og þannig komst hún að því að hann væri að halda framhjá henni.

Fjöldi manns hefur svarað henni á Twitter og stungið upp á afsökunum fyrir kærastann fyrrverandi. Slater segir að þrátt fyrir allar mögulegar útskýringar þá hefi hann verið að halda framhjá henni.

Nokkur fjöldi kvenna hefur einnig gefið út að þær ætli að kaupa sams konar snjallúr handa eiginmönnum sínum eða kærustum. 


 

mbl.is