„Trúi ekki að ég verði ein um jólin!“

Jólin geta verið góður tími til að kafa ofan í …
Jólin geta verið góður tími til að kafa ofan í óleyst mál ársins. Ljósmynd/Unsplash

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu á besta aldri sem er með allt sitt á hreinu nema kærastamálin. 

Sælar.

Ég er kona á besta aldri með margt sem er gott í lífinu en ég hef aldrei átt kærasta eða eiginmann. Ég er í góðri vinnu og á fullt af vinum en þessi mál hafa aldrei gengið upp hjá mér. 

Ég gerði áramótaheit í fyrra, um að finna mér kærasta á árinu, en það hefur gengið ömurlega. Ég hef farið á nokkur stefnumót en ekki fundið hinn eina rétta.

Ég trúi því ekki að ég verði ein um jólin enn eitt skiptið! Hvað er málið með það! Það virðast alls konar konur geta þessa hluti en ekki ég. 

Ein á síðasta snúning sem leiðist að vera ein um jólin. 

Kveðja, A

P.s. Ég á frábæran föður sem styður vel við mig að öllu leyti og er fullkominn, svo ég er ekki með brotinn bakgrunn eða ólöguð pabbamál í bakpokanum.

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar.

Ég held að það sé til nóg af flottum mönnum á besta aldri fyrir þig að hitta sem eru einmitt að leita sér að heilbrigðri sjálfstæðri konu að deila lífinu með. 

Nú veit ég ekki hvað þú ert að gera til að finna þér kærasta en af því þú nefnir að faðir þinn sé fullkominn og alltaf til taks fyrir þig langar mig að benda á bókina Fathers and Daughters sem byggð er á rannsóknum Williams S. Appletons.

Í bókinni Fathers and daughers eftir William S Appleton er …
Í bókinni Fathers and daughers eftir William S Appleton er að finna marga gullmola sem konur geta nýtt sér um mikilvægi sambands föðurs og dóttur.

Í bókinni kemur fram að feður sem eru miðpunktur í lífi dætra sinna og alltaf til staðar geta haldið öðrum mönnum frá dætrunum; ómeðvitað.

Ég held að það sé til fullt af flottum herramönnum fyrir þig að velja úr þótt ég efist um að einhver af þeim sé fullkominn. Að mínu mati virkar best að viðurkenna vanmátt á þessu sviði eins og þú ert að gera í bréfinu og síðan vinna með aðila sem þú treystir vel fyrir lífi þínu þar sem þú deilir því hvað þú hefur gert hingað til og að hverju þú leitar. 

Bók Appletons bendir á hvað ólíkir aðilar geta virkjað ólíka hluti innra með okkur. Eins mæli ég með bók dr. Pat Allen, Getting to I do. Hún hefur aðstoðað margar sjálfstæðar konur í að færa sig yfir í kvenorkuna hvað viðkemur samböndum. 

Ég veit ekki hvort ég myndi hvetja þig til að finna þér kærasta korter fyrir jól, en hver veit hvenær sá rétti fyrir þig birtist. Hins vegar mæli ég með lestri góða bóka yfir jólin. Það er hægt að fá lánaða dómgreind um málefni sem eru óleyst í lífinu með aðstoð góðra bóka sem byggjast á vönduðum rannsóknum (eigindlegum eða megindlegum). Eins getur verið gaman að skoða kvikmyndir sem fjalla um vanmátt á þessu sviði. „Eat Pray Love“ sýnir skemmtilegt andlegt ferðalag konu sem er vanmáttug í ástum. Líkt og „How to Lose a Guy in Ten Days“ er góður vegvísir um hvað best er að forðast í samböndum. Eins er alltaf gaman að horfa á „The Holiday“ á þessum tíma. Hún minnir okkur á hugtök eins og virðingu og að treysta veröldinni fyrir vegferðinni sem við erum öll á. 

Gangi þér alltaf sem best. 

Kveðja, Elínrós Líndal

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál