Getur pabbi tekið fyrirframgreidda arfinn til baka?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu vegna skuldabréfs sem hún fékk frá föður sínum. 

Komdu sæll Sævar Þór.

Faðir minn greiddi mér fyrirframgreiddan arf í formi skuldabréfs árið 2017 þegar hann seldi fyrirtækið sitt. Þetta skuldabréf er í innheimtu hjá Arion banka á mínu nafni og ég fæ mánaðarlega greiðslu af því. Á síðasta ári urðu ég og faðir minn ósátt vegna mála sem komu upp á milli okkar sem ég vil ekki fara út í frekar hér. Mamma mín sagði mér að pabbi væri búinn að finna eitthvert lagaákvæði til þess að taka af mér arfinn. Getur hann tekið skuldabréfið til baka yfir á sitt nafn eða fyrirtækisins þó að það sé þinglýst á mínu nafni? Ef svo er þá hvers vegna?  

Kær kveðja S.

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA og eigandi Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA og eigandi Sævar Þór & Partners.

Sæl S.

Skuldabréf er einhliða, óskilyrt og skrifleg viðurkenning útgefanda skuldabréfsins (skuldarans) á peningaskuld við tiltekinn kröfuhafa. Skuldabréf er almennt ekki hægt að afturkalla og þau verða ekki ógilt nema með dómi. Af því leiðir að skuldari eða útgefandi bréfsins getur ekki einhliða fellt það úr gildi. Almennt eru skuldabréf ekki þinglesin nema um veðskuldabréf sé að ræða og þá er bréfinu þinglýst á viðkomandi eign sem stendur að veði.

Slík þinglýsing verður heldur ekki felld niður nema skuldabréfið sé að fullu greitt eða það ógilt með dómi. Það er óvenjulegt að arfur sé greiddur fyrirfram með útgáfu skuldabréfs enda er arfur réttindi, oftast fjármunaleg, sem ganga að erfðum og skipta um hendur við andlát arfleiðanda. Í skilningi laganna er því arfur eign arfláta sem færist til arftaka en ekki skuld hans við erfingja.

Kveðja, 

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál