Fyrrverandi í neyslu: Hvað er til ráða?

Hvað gerir þú ef þig grunar að fyrrverandi maki sé …
Hvað gerir þú ef þig grunar að fyrrverandi maki sé í neyslu? mbl.is/Thinkstock

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem hefur áhyggjur af neyslu fyrrverandi maka. 

Sæll Sævar.

Ég hef ítrekað tilkynnt fyrrverandi maka til barnaverndar vegna neyslu vímuefna. Ég fæ lítil sem engin viðbrögð. Hvað get ég gert svo að fyrrverandi maki fái skoðun hjá barnavernd? Að farið verði fram á þvagprufu vegna hagsmuna barna okkar? Það er eins og barnavernd í mínu bæjarfélagi forðist átök og er þetta fólk að mínu áliti ekki starfi sínu vaxið. Hvað get ég gert svo það komist upp um neyslu fyrrverandi maka? Á ég að fá mér lögfræðing? Tala við lögreglu? Sýslumann?

Kveðja, H

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl.

Barnaverndarnefnd ber að taka afstöðu til þess án tafar hvort ástæða sé að hefja könnun á máli þegar hún fær tilkynningu eða upplýsingar með öðrum hætti um að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, svo dæmi sé nefnt. Svo að barnaverndarnefnd hefji könnun máls verður að vera fyrir hendi rökstuddur grunur um þá háttsemi, og eftir atvikum athafnaleysi, sem könnunin lýtur að.

Alla jafna mætti fallast á að fyrir hendi væri rökstuddur grunur með tilliti til grundvallar tilkynningarinnar sem þú nefnir í spurningu þinni, sem og með hliðsjón af fjölda þeirra. Í því skyni að útrýma vafa og ganga úr skugga um að fótur sé ekki fyrir umræddri tilkynningu ber viðkomandi nefnd að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns, m.a. hagi foreldra og aðbúnað barns á heimili. Úrræði í framangreindum tilgangi er að krefja foreldri um þvagprufu til að staðreyna að allt sé með felldu. Vert er að geta þess að foreldrum er skylt að veita liðsinni sitt til þess að könnun máls geti gengið greiðlega.

Séu þær aðstæður fyrir hendi að viðkomandi nefnd er ófús að ganga til aðgerða kann að vera ráðlegt að leita sér aðstoðar lögfræðings.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál