Hvenær hefur fólk forkaupsrétt að íbúð?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hann spurður út í forkaupsrétt á íbúð. 

Sæll Sævar. 

Varðandi forkaupsrétt. Hvaða lög gilda um forkaupsrétt á íbúð?

Dæmi:

Hús byggt sem tveggja hæða einbýlishús og notað sem slíkt mörg ár. Síðan kaupir einhver húsið og breytir því í 2 íbúðir, sem hann selur sína í hvoru lagi.

Á annar hvor eigandinn þá forkaupsrétt að þeirri íbúð sem hann á ekki?

Kveðja, Jónína

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl,

Forkaupsréttur felur í sér rétt aðila til þess, með vissum skilyrðum, að kaupa eign, ef eigandi hennar ákveður að selja. Forkaupsréttur er einstaka sinnum lögbundinn og má sem dæmi um slík tilvik nefna 27. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Í öðrum tilvikum er forkaupsréttur samningsbundinn eða ákvarðaður einhliða af eiganda fasteignar. Þannig má ætla í því dæmi sem þú nefnir að enginn forkaupsréttur sé fyrir hendi nema um slíkt hafi verið sérstaklega samið eða ákveðið af þáverandi eiganda.

Kveðja,

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR. 

mbl.is