Verstu leyndarmál ástalífsins síðustu tíu ár

Harry og Meghan kynntust á áratugnum sem er að líða. …
Harry og Meghan kynntust á áratugnum sem er að líða. Harry hefur líklega ekki „ghostað“ Meghan sína. AFP

Nýr áratugur er að hefjast en ótrúlega margt hefur breyst á áratugnum sem er að líða. Samskipti fólks fara nú að mestu fram í gegnum samskiptaforrit og spilar það stóran sess í tískustraumum í kynlífs- og stefnumótaheiminum. Á vef Men's Health má finna úttekt á því versta í ástalífinu á síðustu tíu árum. 

Að láta sig hverfa

Á áratugnum sem er að líða varð það allt í einu að eðlilegum hlut að hætta samskiptum við fólk eftir nokkur stefnumót og gott kynlíf. Á ensku er þetta kallað að „ghosta“. Auðvitað er það ekki nýtt að fólk hætti að sýna áhuga þrátt fyrir að allt hafi verið í góðu lagi. Þetta hugtak hefur þó orðið æ algengara í umræðunni og í kjölfarið virðist þessi athöfn smitast eins og hættulegur faraldur. 

Stefnumótalífið leiðinlegt

Eldri kynslóðir tala um að stefnumót hafa verið skemmtileg. Nú virðist hins vegar vera komin deitþreyta í einhleypt fólk. 

Erfitt að kynnast fólki í raunheimi

Rannsókn sem gerð var á vegum Stanford-háskóla sýnir að flest pör í Bandaríkjunum kynnast á netinu en ekki í gegnum vini. Það er ekki endilega slæmt að kynnast manneskju á netinu en fólk virðist þó vera að missa sjálfstraust í eigin persónu þar sem það er vant því að geta valið og hafnað í stefnumótaforritum. 

Hversdagslegt kynlíf án vinskapar

Bólfélagar er gamalt og gróið hugtak en nú virðist félaga-hlutinn í orðinu hafa misst merkingu sína. Er talað um að fólk sýni ekki þeim sem það stundar hversdagslegt kynlíf með þá virðingu sem þeir eiga skilið. Þetta getur til dæmis verið að svara ekki skilaboðum, nokkuð sem vinir myndu ekki láta yfir sig ganga.

Brauðmolakenning

Brauðmolakenningin fékk nýja merkingu á áratugnum sem er að líða. Samkvæmt enskri slanguryrðabók er hugtakið „breadcrumbing“ notað til þess að lýsa því þegar manneskja nýtur þess að fá athygli frá þeim sem sýnir áhuga en ætlar sér ekki að taka næsta skref. Manneskjan daðrar þegar henni hentar til þess að viðhalda athyglinni en ætlar að vera einhleyp áfram. Þessi hegðun grasserar í netheimum þar sem óþarfi er að hitta aðdáandann í alvöru.

Snjallsímanum fylgja ýmsar neikvæðar hliðar.
Snjallsímanum fylgja ýmsar neikvæðar hliðar. mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál