Þessi ólíklegu pör voru eitt sinn saman

Falleg saman! Tom Cruise og Cher voru í sambandi um …
Falleg saman! Tom Cruise og Cher voru í sambandi um tíma árið 1985. mbl.is/skjáskot Pinterest

Vogue minnir reglulega á mikilvægi þess að gefast ekki upp á ástinni. Í upphafi ársins 2020 er mikilvægt að setja sér markmið. Þeir sem hafa gefist upp á ástinni ættu að hugsa sig tvisvar um og skoða fræga fólkið sem heldur áfram að reyna á þessu sviði. Enda er fræga fólkið seint þekkt fyrir úrræðaleysi eða skort á bjartsýni þegar kemur að nýjum samböndum eða ástinni yfirhöfuð.

Varstu nokkuð búin/búinn að gleyma þessum pörum?

Tom Cruise og Cher

Cruise og Cher hittust í brúðkaupi Madonnu og Sean Penn árið 1985 þegar hún var 39 ára og hann var 23 ára. Þó ástarsambandið hafi ekki varað lengi, þá hefur verið haft eftir Cher að Cruise sé einn besti elskuhugi sem hún hafi átt. 

Bradley Cooper og Renee Zellweger

Cooper og Zellweger kynntust árið 2009 og voru í sambandi í tvö ár. Þau kynntust við upptökur á kvikmyndinni Case 39. Sögur segja að engin kona hafi náð jafnvel til móður Cooper og leikkonan Zellweger. 

Ryan Reynolds og Alanis Morissette

Reynolds og Morissette hittust fyrst í afmæli Drew Barrymore árið 2002. Þau trúlofuðu sig árið 2004. Reynolds viðurkenndi í fjölmiðlum að hann væri mikill aðdáandi tónlistar Morissette og það væri vandræðalegt þegar hún kæmi heim og hann stæði á nærfötunum einum saman að hlusta á lögin hennar. Þau hættu saman árið 2006.

Falleg saman! Alanis Morissette og Ryan Reynolds voru par árið …
Falleg saman! Alanis Morissette og Ryan Reynolds voru par árið 2002. mbl.is/skjáskot Pinterest

Quentin Tarantino og Sofia Coppola

Tarantino og Coppola voru saman í tvö ár eftir að Coppola skildi við Spike Jonze árið 2003. Leikstjórarnir hafa verið vinir frá sambandsslitunum enda deila þau sameiginlegum áhuga á kvikmyndum þó hlutirnir hafi ekki gengið upp í sambandinu hjá þeim. 

Brad Pitt og Christina Applegate

Pitt og Applegate voru að hittast á tímabili og mætti hún meðal annars með hann á MTV-tónlistarverðlaunahátíðina árið 1989.

Jared Leto og Cameron Diaz

Leto og Diaz voru í sambandi frá árinu 1999 til ársins 2004. Þau trúlofuðu sig en skildu síðan í kjölfarið og fór Diaz fljótt eftir það í samband með Justin Timberlake. 

Ryan Gosling og Sandra Bullock

Gosling og Bullock voru í sambandi á árunum 2002 og 2003. Bullock var 38 ára að aldri en Gosling 22 ára. Þrátt fyrir aldursmuninn voru þau frekar opin með sambandið og mættu saman á fjölmargar frumsýningar svo dæmi séu tekin. 

Falleg saman! Sandra Bullock og Ryan Gosling voru par á …
Falleg saman! Sandra Bullock og Ryan Gosling voru par á árunum 2002 og 2003. mbl.is/skjáskot Pinterest
mbl.is