„Smjörstrokkurinn“ besta stellingin í dag

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Í raunveruleikaþáttunum Love Island sem sýndur var á dögunum sagði einn keppenda að uppáhaldskynlífsstellingin hans væri „smjörstrokkurinn“. Margir voru eflaust forviða að heyra um þessa stellingu, enda ekki stelling sem er á allra vörum. 

Í Bretlandi þar sem þættirnir eru sýndir virtust margir áhugasamir um stellinguna en henni var flett upp í fjölda skipta eftir að þátturinn fór í loftið. 

Smjörstrokkurinn er heldur mikill háskaleikur og þurfa þau sem stunda hann að hafa ýmislegt í huga. Hún virkar þannig að konan leggst á bakið og lætur fæturna upp fyrir höfuð. Karlmaðurinn fer svo í hnébeygju stöðu fyrir ofan hana og vísar getnaðarlim sínum niður. Síðan gerir hann hnébeygjur og „strokkar“ konuna. 

Þeir sem hætta sér í stellinguna ættu að hafa í huga að passa vel upp á háls og herðar konunnar. Séu einhver bakmeiðsl til staðar er þetta alls ekki staðan fyrir ykkur. 

Einn þátttakandi í Love Island sagði stellinguna vera í uppáhaldi.
Einn þátttakandi í Love Island sagði stellinguna vera í uppáhaldi. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is