Pör sem byrjuðu saman í synd

Angelina Jolie og Billy Bob Thornton giftu sig árið 2000.
Angelina Jolie og Billy Bob Thornton giftu sig árið 2000. mbl.is/ROSE PROUSER

Sumt fólk finnur ástina þegar það á síst von á því, til dæmis þegar það er í sambandi við annað fólk. Margar stjörnur hafa orðið uppvísar að því að hafa haldið fram hjá. Sumar stjörnurnar eru hamingjusamlegar giftar þrátt fyrir að hjónabandið hafi byrjað í synd en önnur sambönd endast ekki jafn vel eins og kemur fram á vef Women's Health. 

Angelina Jolie og Billy Bob Thornton

Leikarahjónin fyrrverandi féllu fyrir hvort öðru í tökum á myndinni Pushing Tin árið 1999 og giftu sig stuttu seinna. Eina vandamálið var að Thornton var í sambandi með leikkonunni Lauru Dern. „Ég fór að heiman til að vinna við kvikmynd og meðan ég var í burtu gekk kærastinn minn í hjónaband og ég hef ekki heyrt frá honum síðan,“ sagði Dern. Jolie og Thornton skildu árið 2003. 

Angelina Jolie og Brad Pitt

Leikarahjónin fyrrverandi féllu fyrir hvort öðru þegar þau léku á móti hvort öðru í myndinni Mr. and Mrs. Smith. Brad Pitt var kvæntur Jennifer Aniston á þeim tíma. Jolie og Pitt tilkynntu um skilnað árið 2016 eftir nokkurra ára hjónaband og sex börn. 

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. mbl.is/AFP

Julia Roberts og Daniel Moder

Leikkonan hitti kvikmyndatökumanninn Moder þegar hann var enn kvæntur förðunarfræðingnum Veru Steimberg. Sex mánuðum eftir að þau hittust við tökur á myndinni The Mexican sótti Moder um skilnað og fór að sjást meira með Roberts. Þau hafa verið gift síðan árið 2002 og eiga saman þrjú börn. 

Julia Roberts.
Julia Roberts. AFP

Woody Allen og Soon-Yi Previn

Kvikmyndaleikstjórinn var í sambandi með Miu Farrow þegar hann byrjaði að hitta eiginkonu sína. Previn er ættleidd dóttir Farrow. Allen og Previn hafa verið gift síðan árið 1997. 

Woody Allen og Soon-Yi Previn.
Woody Allen og Soon-Yi Previn. AFP

Justin Theroux og Jennifer Aniston

Aniston og Theroux kynntust þegar þau léku saman í Wanderlust. Sumir vilja meina að um framhjáhald hafi verið að ræða. Theroux hætti með Heidi Bivens eftir 14 ára samband eftir að orðrómur fór að berast af ástarsambandinu við Aniston. 

Jennifer Aniston og Justin Theroux.
Jennifer Aniston og Justin Theroux. AFP

Billy Crudup og Claire Danes

Almoust Famous-leikarinn Billy Crudup fór frá óléttri eiginkonu sinni árið 2003 til þess að vera með leikkonunni Claire Danes. Parið var saman í fjögur ár áður en það hætti saman. Danes hefur tjáð sig um framhjáhaldið, sagt að hún hafi verið ung og ekki vitað hverjar afleiðingarnar yrðu. 

Billy Crudup.
Billy Crudup. AFP
Claire Danes.
Claire Danes. AFP

Britney Spears og Kevin Federline

Söngkonan og dansarinn Federline byrjuðu saman þegar Federline átti von á sínu öðru barni með sambýliskonu sinni. Eftir nokkurra mánaða samband var hann trúlofaður söngkonunni. Þau voru gift í tvö ár og eignuðust saman tvo drengi. 

Britney Spears og Kevin Federline.
Britney Spears og Kevin Federline. mbl.is/REUTERS

Meg Ryan og Russell Crowe

Leikkonan var gift leikaranum Dennis Quaid þegar hún hitti leikarann Russell Crowe. Í kjölfar ástarsambandsins ákváðu þau Ryan og Quid að skilja. Samband Ryan og Crowe entist ekki lengi. 

Meg Ryan.
Meg Ryan. AFP

Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles

Karl og Camilla áttu í ástarsambandi áður en þau giftust fyrrverandi mökum sínum. Nokkrum árum seinna bankaði ástin aftur upp á og hélt Karl fram hjá Díönu prinsessu. 

Camilla og Karl Bretaprins.
Camilla og Karl Bretaprins. AFP

Blake Shelton og Miranda Lambert

Lambert hefur viðurkennt að hafa gert hosur sínar grænar fyrir Shelton þrátt fyrir að hann væri kvæntur. Að lokum fór svo að Shelton og Lambert giftu sig en skildu árið 2015 eftir fjögurra ára hjónaband. 

Miranda Lambert.
Miranda Lambert. AFP
Blake Shelton.
Blake Shelton. AFP

Alicia Keys og Swizz Beatz

Tón­lista­kon­an Alicia Keys og eig­inmaður henn­ar, Swizz Beatz byrjuðu að hittast þegar Beatz var enn kvæntur sönkonunni Mashondu. Keys og Beatz gengu í hjónaband sama ár og Beatz skildi við fyrri eiginkonu sína.  

Alicia Keys.
Alicia Keys. AFP

LeAnn Rimes og Eddie Cibrian

Sveitasöngkonan og CSI-leikarinn hittust í tökum á bíómynd. Söngkonan var gift fyrrverandi dansara og kokki en leikarinn trúlofaður. Rimes segist taka ábyrgð á því hvernig fór en sér ekki eftir útkomunni. 

LeAnn Rimes.
LeAnn Rimes. Getty Images
mbl.is