Dreymdi blautan draum um yfirmanninn

Starfsmaðurinn dreymdi yfirmann sinn.
Starfsmaðurinn dreymdi yfirmann sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

„Nýverið dreymdi mig kynferðislegan draum þar sem yfirmaður minn kom við sögu. Draumurinn ruglaði mig í ríminu og truflaði mig. Ég get ekki horft á yfirmann minn án þess að hugsa um drauminn og það er mjög óþægilegt. Mér datt í hug hvort þú værir með ráð til þess að gleyma þessu eða komast yfir drauminn?“ skrifaði starfsmaður um nýlegan draum og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn bendir starfsmanninum á að það sé engin ástæða til að líða illa þar sem draumurinn er ekki um yfirmanninn. Fólk í draumum er frekar tákn en bein lýsing á einhverju. Bendir ráðgjafinn starfsmanninum á að hugsa út í hvað yfirmaðurinn þýði. Til dæmis ef yfirmaðurinn táknar yfirvald getur daður í draumi þýtt það að starfsmaðurinn þurfi að fara að taka meiri stjórn í eigin lífi. 

Draumar skýra ekki alltaf langanir fólks.
Draumar skýra ekki alltaf langanir fólks. mbl.is/Thinkstockphotos

„Meira að segja kynferðislega hliðin á draumnum endurspeglar ekki endilega kynferðislega tengingu eða áhuga á einhverjum eða einhverju. Hin raunverulega kynferðislega löngun þín getur einnig verið falin og rannsóknir hafa sýnt að hárfínt daður eins og að teygja úr sér á almannafæri eða halla sér yfir stól einhvers er algengt á vinnustöðum. Svo það er ekki ómögulegt að yfirmaður þinn hafi myndað kynferðislegar tengingar við þig ómeðvitað. 

Draumar geyma mikilvægar upplýsingar um undirmeðvitundina og eru þess virði að skoða almennilega. Finndu sérfræðing í draumum sem getur hjálpað þér að finna út úr draumförum þínum.“

mbl.is