Stjörnur sem eru einhleypar og ánægðar

Jennifer Aniston er á lausu.
Jennifer Aniston er á lausu. AFP

Þessa dagana er mikið talað um það hvort  Brad Pitt og Jennifer Aniston byrji saman aftur. Það er þó alls óvíst og lítur út fyrir að Aniston sé ánægð með líf sitt eins og það er núna. Konur þurfa ekki endilega að eiga maka til þess að vera hamingjusamar eins og nokkrar stjörnur eru skýrt dæmi um að því er fram kemur á vef Insider

Jennifer Aniston er einhleyp og ánægð. 

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Hin 29 ára gamla Emma Watson er á föstu með sjálfri sér. 

Emma Watson.
Emma Watson. AFP

Mindy Kaling hefur talað um að hún þurfi ekki einhvern annan til þess að sjá um langanir sínar og þarfir. Nýlega eignaðist hún sitt fyrsta barn ein. 

Mindy Kaling.
Mindy Kaling. AFP

Leikkonan Drew Barrymore hefur talað um að það sé vitleysa að flýta sér í gegnum einhleypingsskeiðið eins og það sé einhver martröð. 

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. mbl.is/AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry er einhleyp og ánægð og hefur látið hafa eftir sér að maðurinn í lífi hennar sé ekki aðalatriðið. 

Halle Berry.
Halle Berry. AFP

Charlize Theron hefur verið einhleyp lengi og aldrei fengið löngun til þess að ganga í hjónaband. 

Charlize Theron.
Charlize Theron. AFP

Leikkonan Diane Keaton er ánægð með lífið sem einhleyp kona, hún hefur ekki farið á stefnumót lengi og trúir ekki á eilífa ást. 

Diane Keaton.
Diane Keaton. AFP
mbl.is