Jóga-Sólveig giftist manninum sínum aftur

Sólveig Þórarinsdóttir og Hólmar Logi endurnýjuðu heitin á tíu ára …
Sólveig Þórarinsdóttir og Hólmar Logi endurnýjuðu heitin á tíu ára brúðkaupsafmæli sínu í dag.

Sólveig Þórarinsdóttir, eigandi Sóla sem er jógastúdíó, og Hólmar Logi Sigmundsson endurnýjuðu heitin í gær í Dómkirkjunni. Hjálmar Jónsson prestur stýrði athöfninni og veitti hjónabandi þeirra áframhaldandi blessun. 

Sól­veig hefur vakið athygli víðsvegar um heiminn vegna áhrifaríkrar sögu sinnar. Hún starfaði um ára­bil við verðbréfamiðlun en sneri við blaðinu, aflaði sér kennslu­rétt­inda í jóga í Asíu og opn­aði jóga- og heilsusetrið Sólir þar sem heildræn nálgun á bætta heilsu er ástunduð. Sólveig hefur haldið TED-fyrirlestra undir nafninu Love Warrior þar sem hún fjallar um ástina í víðu samhengi og leiðir til að upplifa hamingju í lífinu. 

Fjölskyldan á fallegum degi.
Fjölskyldan á fallegum degi.

„Lykillinn að okkar farsæla sambandi er að við höfum gefið hvort öðru rými til að vaxa. Við höfum verið saman í ein 25 ár en giftum okkur ekki fyrr en fyrir 10 árum þegar ég bað hans  þegar ég var að fæða annað barn okkar. Yngsti sonur okkar hefur oft vænt okkur um að hafa skilið sig útundan þegar við giftum okkur, en hann var getinn í brúðkaupsferðinni. Við erum því að heiðra ástina í dag og einnig samferðina okkar allra. Með því að endurnýja heitin fengu nú öll börnin að vera fullgildir þátttakendur,“ segir Sólveig.

Smartland óskar hjónunum innilega til hamingju með ástina! 

Hólmar Logi og Sólveig hafa verið saman í yfir 25 …
Hólmar Logi og Sólveig hafa verið saman í yfir 25 ár.
Hjálmar Jónsson prestur í Dómkirkjunni sá um vígsluna þar sem …
Hjálmar Jónsson prestur í Dómkirkjunni sá um vígsluna þar sem Sólveig og Hólmar endurnýjuðu hjúskaparheit sín.
mbl.is