Vinsælustu afsakanir þeirra sem halda fram hjá

Karlar segjast fara í golf en konur segjast fara í …
Karlar segjast fara í golf en konur segjast fara í ræktina. Getty Images

Í nýrri könnun á vefnum IllicitEncounters.com kemur fram að golf sé vinsælasta afsökun karla á meðan þeir halda fram hjá. Vefurinn IllicitEncounters.com er hannaður með það að markmiðið að tengja saman gift fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 

Könnun IllicitEncounters náði til tvö þúsund notenda síðunnar, þúsund karla og þúsund kvenna. 

Næstvinsælasta afsökunin hjá körlum var að þeir væru að horfa á fótbolta og sú þriðja var að þeir hafi þurft að vinna fram eftir á skrifstofunni. Fjórða var að hitta vinnufélagana eftir vinnu og fimmta að hitta strákana. Hjá konum var ræktin vinsælasta afsökunin og stelpukvöld sú næstvinsælasta

Í þriðja sæti hjá konum var að vinna fram eftir á skrifstofunni og að hitta vinnufélagana eftir vinnu var í fjórða sæti. Í fimmta sæti var að þurfa að fara út að ganga með hundinn. 

Kynlífs- og sambandsfræðingur IllicitEncounters segir að það komi ekki á óvart að karlar og konur noti mismunandi afsakanir til að hylma yfir framhjáhaldi. 

„Að fara í ræktina er mun vinsælla hjá konum heldur en konum, en það er í sjöunda sæti hjá körlum. Ef makinn fer að fjölga ferðum í ræktina ættirðu að hafa augun opin. Ræktin er frjór akur fyrir þá sem vilja halda fram hjá og fólk sem langar að halda fram hjá er mun meðvitaðra um líkama sinn og gæti verið að reyna að léttast,“ segir sérfræðingurinn. 

Konur segjast fara í ræktina.
Konur segjast fara í ræktina. Ljósmynd/UnSplash
mbl.is