Konur sem verða ástfangnar af morðingja

Ted Bundy heillaði margar konur. En hvað eiga þessar konur …
Ted Bundy heillaði margar konur. En hvað eiga þessar konur sameiginlegt? skjáskot/Netflix

Falling For A Killer eru nýir heimildarþættir um konurnar sem urðu ástfangnar af raðmorðingjanum Ted Bundy. Leikstjóri og framleiðandi þáttanna Trish Wood segist vera kominn með nóg af sálgreiningum á Bundy sjálfum og vill heldur skoða hvað það var sem konurnar heilluðust af.

Bundy ættu flestir að kannast við. Hann játaði að hafa rænt, nauðgað og myrt 30 konur á árunum 1974 til 1978. Hann er þó talinn hafa myrt fleiri konur þó hann hafi ekki játað morðin á sig. 

Gríðarleg magn af heimildarþáttum og kvikmyndum fjallar um þennan kaldrifjaða raðmorðingja en sjaldan hefur verið fjallað jafn ítarlega um konurnar sem urðu ástfangnar af honum. 

„Hugmyndin var að við myndum stíga til baka og draga fram hvað var að gerast í menningunni á þessum tíma sem hann framdi morðin og að vilja ekki segja sögu Ted Bundy heldur sögu kvennanna, það var mjög mikilvægt,“ sagði leikstjórinn Wood í viðtali við Women's Health. 

Mikið hefur verið spáð og spekúlerað í morðingjann Bundy. Það er ekki gert í þessari 5 þátta seríu Wood. Í þáttunum eru viðtöl við konur sem lifðu af. Karen Sparks, sem talin er hafa verið fyrsta fórnarlamb Bundy og Carol DaRoch og fjölskyldu og vini annarra fórnarlamba. Einnig verður talað við Elizabeth Kendall sem var kærasta Bundy til margra ára og dóttur hennar Molly. 

„Eitt af því áhugaverðasta sem við drögum fram í þáttunum að mínu mati er að við smækkum ástæður Bundy niður í þá einföldu staðreynd að hann hataði konur. Mér finnst við ekki þurfa að koma með einhverja sjúkdómsgreiningu á vandamálum hans. Mér finnt við ættum bara að segja að hann hataði konur og það er ástæðan af hverju hann drap þær. Það er frekar einfalt,“ segir Woods. 

Sama hvort þú ert sammála Wood eða ekki þá er ýmislegt til í málflutningi hennar um að Bundy hafi verið afsprengi tímanna sem hann lifði á - tími þar sem ofbeldi gegn konum var samfélagslega samþykkt og jafnvel talið fyndið. 

Wood segir að það hafi verið skelfileg upplifun að horfa á hvernig bandarísk menning þróaðist í áttunum. „Það sem er líka skelfilegt um þessa tíma sem þetta allt byrjaði á er að það var til dæmis enn löglegt að nauðga eiginkonu sinni. Og konur gátu ekki fengið kreditkort án þess að eiginmaðurinn skrifaði undir samning. Ef maður horfir á morðin í samhengi við þetta allt, það breytir sjónarhorni þínu er það ekki?“ spyr Woods. 

Í þáttunum er einnig fjallað um Carole Boone sem var í ástarsambandi við Bundy þegar hann var í fangelsi í Florida fyrir að myrða Margaret Bowman, Lisu Levy og hina 12 ára gömlu Kimberly Leach. Boone var einstæð móðir á þessum tíma og endaði á að giftast Bundy. Hún trúði því innilega að Bundy væri saklaus og átti sér þann draum að Bundy myndi losna úr fangelsi, sakleysi hans yrði sannað og þau gætu flutt inn saman og stofnað fjölskyldu. 

Þættirnir eru aðgengilegir á Amazon Prime.

mbl.is