Fólk vill ekki kúra eftir kynlíf út af þessu

Sumt fólk vill helst drífa sig á klósettið eða í …
Sumt fólk vill helst drífa sig á klósettið eða í sturtu eftir kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru alls ekki allir sem kjósa að kúra eftir kynlíf. Þegar leik lýkur vilja margir komast sem fyrst út úr svefnherberginu í stað þess að liggja og slaka á uppi í rúmi. Ástæðurnar eru góðar og gildar en fólk deildi ástæðum sínum á Reddit að því fram kemur á vef Men's Health. 

Margir töluðu um að þeirra fyrsta verk væri að fara á klósettið. Ástæðan var ekki sú að fólk væri í spreng heldur vildi það pissa til þess að koma í veg fyrir þvagfærasýkingu. 

„Ég þarf að pissa, annars fæ ég þvagfærasýkingu,“ skrifaði netverji.

Eftir tíðar þvagfærasýkingar breyttist forgangsröðunin hjá konu sem var vön að kúra eftir kynlíf. Eftir að þvagfærasýkingar gerðu það að verkum að hún svaf ekki og endaði á bráðamóttöku fór hún að venja sig á að fara á klósettið eftir kynlíf. 

Sumir fara beint á klósettið.
Sumir fara beint á klósettið. mbl.is/Thinkstockphotos

Sviti og sæði eiga það til að fara út um allt ef fólk hugar ekki að hreinlæti stuttu eftir kynlíf. 

„Vanalega er mikið af sæði, sem ég væri til í að færi ekki yfir öll rúmfötin eða á það sem við vorum að ríða á,“ skrifaði einn sem kýs hreinlæti fram yfir kúr. 

„Beint á eftir? Nei,“ skrifaði annar aðili sem sagðist þurfa að þvo sér fyrst og fara á klósettið. 

„Of mikið af líkamsvessum í kynlífi. Við förum oftast í sturtu eftir á.“

Á ekkert að kúra eftir kynlífið?
Á ekkert að kúra eftir kynlífið? mbl.is/Thinkstockphotos

Hreinlæti er ekki bara ástæða þess að fólk kúrir ekki eftir kynlíf. Margir verða svangir eftir átökin.

„Kynlíf gerir mig svangan,“ skrifaði netverji. „Þarf að búa til eggjaköku.“

Fleiri voru sammála og sögðust einnig fá sér að borða. Ekki endilega eggjaköku en þó egg eða bara samloku. 

Sumt fólk fær sér egg eða eggjaköku eftir kynlíf.
Sumt fólk fær sér egg eða eggjaköku eftir kynlíf. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Mörgum verður of heitt til þess að kúra eftir kynlíf en öðrum verður mjög kalt. Kona nokkur orðaði vandamálið fullkomlega: „Hann er sveittur, mér er kalt, það er sleipiefni alls staðar á okkur og hann er að leka út úr mér. Ég vil fara í sturtu.“

mbl.is