Sefur ekki á nóttunni fyrir óþolandi nágranna

Nágranninn er orðinn mjög leiður á hamaganginum á efri hæðinni.
Nágranninn er orðinn mjög leiður á hamaganginum á efri hæðinni. Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá

Sæll Sævar. 

Mig langar að spyrja. Ég bý í fjórbýli og fyrir ofan mig býr fólk sem tekur svo alls ekki tillit til okkar á neðri hæð. Þau eru mjög þungstíg á nóttunni en það eru trégólf í húsinu. Þá meina ég þau traðka alla nóttina þar til þau fara í vinnu, það byrjar svona um hálffjögur, þau eru með þvottavél og þurrkara í gangi á nóttunni, skella klósettsetu og ganga um eins og venjulegur dagur sé. Ég er búin að tala við þau um þetta því ég er ein af þeim sem vilja leysa svona án þess að þurfa að kvarta í leigusala. Enn það virðist ekkert virka. Þetta er búið að ganga svona í 3 ár og ég er eiginlega búin að fá nóg þar sem við erum orðin svefnþurfi á neðri hæðinni. Því kannski spyr ég hvað sé best að gera. Til að fá fólk til að bera virðingu fyrir öðrum sem þurfa að sofa.

Kveðja, LL.

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl LL.

Í lögum um fjöleignarhús er mælt fyrir um skyldur eiganda en þær eru m.a. að taka eðlilegt og sanngjarnt tillit til annarra eigenda við hagnýtingu séreignar. Þá er jafnframt kveðið á um skyldu eiganda til að vera í húsfélagi og fara eftir löglegum ákvörðunum þess og virða þær. Í framangreindum lögum er sérstaklega nefnt að stjórn húsfélags skuli setja húsreglur og skulu þær m.a. varða bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.

Með vísan til þess sem að framan segir hvílir á eiganda lagaleg skylda til að taka tillit til annarra íbúa hússins og að raska ekki svefnfriði. Ef eigandi, annar íbúi húss eða afnotahafi gerist sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, sbr. framangreint, getur húsfélagið skorað á hinn brotlega að láta af háttseminni og varað hann við afleiðingum sinni hann ekki þeim tilmælum. Láti viðkomandi ekki af háttseminni kann að fara svo að húsfélag banni honum búsetu.

Í máli þínu væri eflaust ráðlagt að hafa uppi þá kröfu að húsfélagið beiti sér gegn viðkomandi aðila en þó er einfaldara að hafa uppi kvörtun til leigusalans um háttsemi leigutaka.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál