Útkljá málin með „steinn, skæri, blað“

Nick og Vanessa Lachey hafa verið gift í 11 ár.
Nick og Vanessa Lachey hafa verið gift í 11 ár. Skjáskot/Instagram

Hjónin Nick og Vanessa Lachey fara óhefðbundnar leiðir til að útkljá ágreiningsmál á heimili sínu. Þau fara einfaldlega í leikinn „steinn, skæri, blað“ og sá sem vinnur hefur rétt fyrir sér eða þarf ekki að gera hlutinn sem rifist var um. 

Nick og Vanessa gengu í það heilaga árið 2011 og eiga þrjú börn saman. Vanessa sagði í Netflix-þáttunum Love Is Blind að góð samskipti séu lykillinn að góðu hjónabandi. „Ég gref hlutina ekki, hann grefur hlutina ekki. Við segjum það sem liggur okkur á hjarta. Stundum þarf samt að ganga í burtu,“ sagði Vanessa. 

Þá greip Nick inn í og sagði „Ekki ljúga, þetta snýst allt um stein, skæri, blað.“ Þau tóku svo tvær umferðir af fingraleiknum vinsæla sem gengur þannig fyrir sig að þeir sem taka þátt setja krepptan hnefa út og telja þrisvar „steinn, skæri, blað“ um leið og blað er sagt ákveða þátttakendur hvaða merki þau ætla að setja út. Steinn er krepptur hnefi, skæri eru mynduð með vísifingri og löngutöng og blað er flatur lófi. Skæri vinnur blað, blað vinnur stein og steinn vinnur skæri. 

Nick og Vanessa nota úrræðið til þess að komast að ákvörðun um börnin sín, til dæmis hvort þeirra eigi að sækja þau úr skólanum í dag.

Þau eiga þrjú börn.
Þau eiga þrjú börn. Skjáskot/Instagram
mbl.is