Fær hláturskast við fullnægingu

Konan fær hláturskast þegar hún fær fullnægingu.
Konan fær hláturskast þegar hún fær fullnægingu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 37 ára gömul kona og hef verið með kærasta mínum í tíu mánuði. Kærastinn minn og ég njótum þess að stunda mikið kynlíf og erum mjög ástfangin. Ég sé þetta ekki sem vandamál en nýlega byrjaði ég að fá hláturskast þegar ég fæ fullnægingu. Ég hef aldrei lent í þessu áður en að sama skapi hef ég aldrei fengið jafn kröftugar fullnægingar. Kærasta mínum finnst þetta skemmtilegt en á síðan erfitt með að fá það svo ég held að þetta trufli hann. Ég hef áhyggjur yfir því að þetta verði vandamál. Hvaða ráð gefur þú?“ spyr kona Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa hjá The Guardian. 

Ráðgjafinn er ánægður með að konan horfi ekki á hláturinn sem vandamál.

„Ég myndi einfaldlega mæla með að þú segir kærasta þínum hversu mikið þú kannt að meta fullnægingarnar sem þú færð með honum og að krafturinn virðist kalla fram viðbrögð sem eru ný fyrir þér, skyndilegan hlátur. Vertu viss um að hann skilji að kátína þín sé ekki tengd honum. Það hafa ekki verið gerðar margar taugalífeðlisfræðirannsóknir á virkni fullnæginga. Rannsóknir hafa sýnt ótrúleg viðbrögð rétt fyrir, á meðan og eftir fullnægingu og er hlátur þar á meðal sem og þjáningareinkenni eins og grátur, kláði, slef, þvaglát, flog, höfuðverkir og aðrir líkamlegir verkir. Lyf hafa hjálpað við þessum einkennum. Sem betur fer fyrir þig eru einkenni þín heilnæm gjöf kynferðislegrar nautnar og hláturs og það á sama tíma. Heppin þú!“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is