Forleiksráð frá ráðgjafa Sex Education

6 mínútur af forleik ættu að tryggja að allir gangi …
6 mínútur af forleik ættu að tryggja að allir gangi sáttir frá borðinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Pör sem stunda forleik í að minnsta kosti 6 mínútur áður en þau stunda kynlíf fá meira út úr kynlífinu og segjast vera meira kynferðislega fullnægð. 

Alix Fox, einn af ráðgjöfum þáttanna Sex Education, tók saman atriði sem bæði karlar og konur geta gert fyrir maka sinn áður en þau stunda kynlíf. Þættirnir Sex Education hafa notið góðs gengi að undanförnu en 2. sería fór í loftið í janúar.

Fyrir konur:

Vertu sjálfsörugg

Að hafa áhyggjur af því hvernig þú lítur út getur eyðilagt alla upplifunina. Í stað þess að gagnrýna sjálfa þig hrósaði sjálfi þér og hugsaði jákvæðar hugsanir um líkama þinn. Ef því sem þú verður betri í því áttu auðveldara með að einbeita þér í augnablikinu í svefnheberginu með elskhuga þínum. 

Snertið ykkur sjálf saman

Yfir þriðjungur fólks hefur aldrei talað við maka sinn um sjálfsfróun og yfir þriðjungur, bæði karla og kvenna, hefur logið til um hvernig það stundar sjálfsfróun. 

Á sama tíma er ætlast til þess að þið vitið nákvæmlega hvað ykkur finnst gott. Það er því mjög gott að tala um hvað ykkur finnst gott og sýna hvort öðru hvað ykkur finnst gott. Það getur bæði verið lærdómsríkt og kynþokkafullt. 

Gefðu honum leiðbeiningar með „dirty talk“

Að hvísla leiðbeiningar að honum getur verið góð leið til að gefa honum vísbendingar um hvar þú vilt að hann kyssi þig eða snerti. 

Haltu honum örvuðum á auðveldan hátt

Gott kynlíf snýst um svo mikið meira en bara athöfnina sjálfa en karlmenn eiga oft erfitt að halda sér örvuðum í löngum forelikjum. Það er algjör óþarfi að hafa miklar áhyggjur af því ef þið nýtið ykkur hjálpartæki ástarlífsins.

Leikkonan Gillian Anderson fer með hlutverk kynlífsráðgjafa í Sex Edcation.
Leikkonan Gillian Anderson fer með hlutverk kynlífsráðgjafa í Sex Edcation. AFP

Fyrir hann:

Ekki flýta þér um of

Ef þig langar að koma henni yfir endalínuna verður þú að vera rólegur. Gott kynlíf er maraþon, ekki spretthlaup, allavega stundum. Taktu þér tíma í að horfa í augun á henni á sama tíma og þið andið. 

Notaðu hendurnar

Að haldast í hendur skapar nánd og getur dregið úr stressið. Nuddaðu hana og snertu hana með höndunum og vörunum með því að kyssa viðkvæmustu hluti líkamans, þó ekki aðal staðinn. 

Gefðu loforð

Karlmenn halda stundum að það sé rosalega kynæsandi að segja hluti eins og „Ég ætla að gefa þér bestu fullnægingu lífs þíns í kvöld“ rétt áður en farið er í bólið. 

Það getur þó kallað fram frammistöðukvíða hjá honum og ef þær ná ekki fullnægingu líður þeim eins og þær hafi brugðist þér. Í stað þessarar setningar segðu eitthvað á borð við „Þú ert frábær, mig langar að láta þér líða vel, segðu mér hvað þú vilt“.

Hlustaðu vandlega

Ef elskhuginn biður þig um að snerta sig á ákveðinn hátt, vertu þakklátur en ekki móðgaður að hún sé að biðja um eitthvað. Ekki taka því persónulega ef hún biður þig um að breyta einhverju.

mbl.is