5 rómantískar stellingar á konudaginn

Gerðu konudaginn eftirminnilegan.
Gerðu konudaginn eftirminnilegan. mbl.is/Thinkstockphotos

Í tilefni konudagsins er sniðugt að færa konunni sinni eitthvað meira en bara rjómabollu og blóm. Rómantískt kynlíf er tilvalið á konudaginn, gjöf sem kostar ekki neitt nema frið og næði. Tilvalið er að velja kynlífsstellingar sem bjóða upp á mikla nánd eins og Cosmopolitan mælti með fyrir einn góðan Valentínusardag. 

Flétta á hlið

Þessi stelling er tilvalin á konudagsmorgun. Mælt er með því að fólk liggi á hlið og snúi á móti hvort öðru, þannig getur það vafið sig saman. Tilvalið er að kyssa, faðma og strjúka. 

Ör ástarguðsins

Í staðinn fyrir að sitja ofan á er mælt með því að kona liggi ofan á. Sá sem er fyrir neðan er með bogna fætur. Er stellingunni líkt við öfugan trúboða. Fólk þarf að vera afar nálægt hvort öðru í stellingunni sem ætti að ýta undir nándina. 

Slök kúrekastelpa

Í stellingunni er kona ofan á. Hún snýr bakinu í elskhuga sinn en hallar sér fram á handleggina og glennir fæturna enn meira. Tilvalið að sýna smá takta með rassinum. 

Sitjandi á móti hvort öðru

Í stellingunni situr annar aðilinn uppréttur með beina fætur. Sá aðili sem er ofan á er með bogna fætur. Það gæti verið smá maus að komast í þessa stellingu en þegar allt smellur saman skapast mikil nánd. Hægt er að horfa á hvernig líkamanir snertast en einnig er hægt að horfa í augu elskhuga síns. 

Tvö hjörtu

Fólk snýr hvort að öðru og sest kona ofan á maka sinn með og vefur fótum sínum um elskhuga sinn en makinn er einnig með krosslagða fætur. Hér er frábært tækifæri til þess að kyssa, leika við eyrnasnepla makans og hvísla fallegum ástarorðum að makanum eða jafnvel einhverju aðeins dónalegra. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is