Vill gera dótturina arflausa eftir að hún opnaði sig á Stöð 2

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem vill gera dóttur sína arflausa. 

Sæll,

ég bý á Spáni núna, þrjár ástæður þess að ég flutti. Ein þeirra er að ég er að forðast elstu dóttur mína sem er ekki heil heilsu. Elsta dóttir hennar flúði til Köben vegna hennar. Nú þarf ég að gera erfðaskrá á Spáni, dóttir mín tók mig af lífi í beinni á Stöð 2 og fleira, en hún laug en er mjög veik. Ég hef fyrirgefið henni, en vil taka hana út af erfðaskrá, hvað er til ráða?

Kær kveðja,

xxxxx

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl/Sæll xxxxx

Ég get ekki sagt til um þær reglur sem gilda um gerð erfðaskrár á Spáni. Hér á Íslandi gildir sú fortakslausa regla að foreldri getur ekki gert barn sitt arflaust, skv. 35. gr. erfðalaga. Barn getur þó tapað erfðarétti sínum, skv. 23. gr. erfðalaga, ef það fremur tiltekin brot af ásetningi á hendur foreldri, s.s. beitir foreldrið ofbeldi, heitist við það eða hótar því óförum, meiði æru þess eða gerist sekt um aðrar stórfelldar mótgerðir svo refsivert sé. Svipting erfðaréttar samkvæmt ákvæðinu fer fram með dómi og er þá krafa þess efnis höfð að jafnaði uppi í sakamáli þar sem ákært er fyrir þau brot sem viðkomandi erfingi hefur framið gegn arfláta.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál