Missti íbúðina fyrir hrun og er nú á vanskilaskrá

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem missti íbúðina sína stutt eftir hrun. 

Hæ,

ég missti íbúðina mína fljótt eftir hrun og Íbúðalánasjóður sem tók íbúðina heldur eftir kröfu sem er 20% viðbótarlán. Eins Arion banki sem lánaði mér 10% er líka með mig á svörtum lista hjá bankakerfinu. Ég hafði hugsað mér að kaupa aftur en get ekki vegna þess að ég er á vanskilaskrá. Hvað er til ráða? Annars dettur mér ekki í hug að greiða Íbúðalánasjóði.

Kveðja, KH

Sævar Þór Jónsson lögamður og eigandi Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögamður og eigandi Sævar Þór & Partners.

Sæl KH.

Almennt ber skuldari ábyrgð á greiðslu skulda sinna sem ekki fást greiddar af söluandvirði fasteignar við nauðungarsölu þangað til þær fyrnast, en kröfur fyrnast á mismunandi tíma, allt eftir eðli þeirra samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.

Þannig fyrnast kröfur samkvæmt veðskuldabréfi, lánasamningi og yfirdrætti á 10 árum frá gjalddaga en aðrar kröfur almennt á fjórum árum. Í þínu tilfelli ræðst það af því hvers konar kröfur er um að ræða og tímabil vanskila hve lengi bankinn getur innheimt þær. Séu kröfurnar fallnar niður sökum fyrningar glatar bankinn rétti sínum til efnda.

Í slíkum tilvikum ber honum að fella niður allar vanskilaskráningar vegna viðkomandi kröfu sem myndi hafa jákvæð áhrif á lánshæfi. Sé krafan ófyrnd eru vanskil ýmist skráð á vanskilaskráningu Creditinfo sem hefur neikvæð áhrif á lánshæfismat viðkomandi. Hafir þú í hyggju að fjárfesta í nýrri fasteign er ráðlagt að semja um greiðslu og fullnaðaruppgjör, séu skuldir ófyrndar, og óska síðan eftir fyrirgreiðslu að nýju eftir ákveðinn tíma. Þó er alltaf framkvæmt einstaklingsbundið mat hverju sinni þar sem ýmsir þættir koma til skoðunar, svo sem greiðslugeta samkvæmt greiðslumati, tryggingar, umfang fyrri vanskila, tími sem er liðinn frá nauðungarsölu o.fl.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál