Getur maki setið í óskiptu búi án samþykkis?

Getur maki setið í óskiptu búi?
Getur maki setið í óskiptu búi? Ljósmynd/Colourbox

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem spyr út í setu í óskiptu búi. 

Sæll

Getur maki verið í óskiptu búi án afskipta barna úr fyrra hjónabandi?

Kveðja, H

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll H. 

Óskipt bú fel­ur það í sér að eig­in­leg­um arf­skipt­um eft­ir skamm­líf­ari maka er slegið á frest. Regl­urn­ar um heim­ild til setu í óskiptu búi og um nán­ari réttaráhrif og tak­mörk þeirr­ar heim­ild­ar er fjallað um í ákvæði II. kafla erfðalaga nr. 8/​1962. Frumskil­yrði heim­ild­ar til setu í óskiptu búi er vita­skuld að hið lang­líf­ara sé maki hins látna. Ef hinn látni átti börn sem ekki eru börn eftirlifandi maka er seta í óskiptu búi háð samþykki stjúpbarna eða eftir atvikum forráðamanna þeirra. Slíkt samþykki þarf aftur á móti ekki þegar um er að ræða sameiginleg börn. Með erfðaskrá geta einstaklingar í hjúskap tryggt eftirlifandi maka heimild til setu í óskiptu búi en í slíkum tilvikum þarf ekki samþykki barna hins látna úr fyrra hjónabandi. 

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson, lögmaður,MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál