Vaknar við kynlífsóhljóð nágrannanna

Nágrannarnir láta mikið í sér heyra.
Nágrannarnir láta mikið í sér heyra. Ljósmynd / Getty Images

„Ég veit ekki hvað ég á að gera vegna kynlífshljóða nágranna minna. Ég hef skrifað þeim bréf, sýnt vinsemd, sagt að ég heyri allt en þrátt fyrir það á kynlífið sér stað jafn oft og er jafn hátt. Ég finn fyrir reiði þegar þau byrja að stunda kynlíf og ég er að horfa á sjónvarpið eða þegar ég vakna við stunurnar í kærustunni. Eyrnatappar eru ekki möguleiki. Mér líður eins og óþolandi nágranna en á sama tíma líður mér eins og það sé að mér vegið,“ skrifaði reiður nágranni og leitaði ráða Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn skilur tilfinningar nágrannans mjög vel en segir aðstæðurnar ekki vera nýjar og segir að það muni líklega ekki breytast. Segir ráðgjafinn að kynferðisleg orka annarra geti kallað fram ýmiss konar tilfinningar hjá öðru fólki og segist ekki vera hissa ef kynhegðun fólksins hafi áhrif á kynferði reiða nágrannans. 

„Til að byrja með skaltu tala við nágranna þína í eigin persónu. Þú þarft ekki að fara út í öll smáatriði. Segðu bara að veggirnir séu svo þunnir að þú heyrir allt. Þau ættu svo sannarlega að virða tilfinningar þínar. Biddu þau um að hafa lægra.“ 

Maðurinn vaknar stundum við fólkið.
Maðurinn vaknar stundum við fólkið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál