Bankinn tók bílinn upp í skuld en rukkar enn

Íslensk hjón eru ósátt við að fá rukkun frá Landsbankanum …
Íslensk hjón eru ósátt við að fá rukkun frá Landsbankanum þar sem þau tóku bílinn upp í skuld. Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá fólki sem var með bílalán en er búið að skila bílnum og láninu tl Landsbankans. 

Góðan dag,

Við erum með gamalt bílalán frá Landsbankanum og það er komið í innheimtu. Þurfum við að borga eina milljón en það er búið að skila láni og bílum til Landsbankans. Við erum svo ósátt með það. Við erum á örorkubótum og er margsinnis búið að tala við Motus. Það virðist ekki geta skilað sér. Þetta eru aumingjar á háu stigi. Motus skilur ekkert í þessu. Hvað segja lög og reglur um það?

Kveðja, E og F

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl E og F. 

Almennt ber skuldari ábyrgð á greiðslu skulda sinna þangað til þær fyrnast, en kröfur fyrnast á 4, 10 eða 20 árum, allt eftir eðli þeirra samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.

Það veltur á því hvers eðlis krafan er, eða eftir atvikum kröfurnar, sem bankinn hefur á hendur ykkur. Þannig fyrnast kröfur samkvæmt skuldabréfi, lánasamningi og yfirdrætti á 10 árum en aðrar kröfur almennt á fjórum árum.

Fyrning kröfu felur það í sér að kröfuhafi, í þínu tilfelli bankinn, glatar rétti sínum til efnda. Þannig ræðst það af því hvers konar kröfur er um að ræða og hve gömul skuldin er hve lengi bankinn getur innheimt þær gegn ykkur. Skal þess getið að kröfuhafa er með ýmsum leiðum fært að slíta fyrningarfrest krafna sem hann á, svo sem með málsókn á hendur skuldara eða beiðni um fullnustugerð.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál