Frábær ráð fyrir heimagerð kynlífsmyndbönd

Af hverju ekki að taka upp kynlífsmyndband?
Af hverju ekki að taka upp kynlífsmyndband? mbl.is/Thinkstockphotos

Hefur þig alltaf dreymt um að búa til kynlífsmyndband? Telur þú þig vera kynlífsguð? Ertu í fjarbúð? Eða þarftu að krydda kynlífið? Það eru til ótal góðar ástæður fyrir því að taka upp heimatilbúið kynlífsmyndband en reglurnar eru þó nokkrar eins og kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox komst að þegar hún ræddi við reynslubolta. Á vef Daily Mail má finna ráðleggingar um hvernig er best að haga sér við gerð kynlífsmyndbands. 

Mikilvægt er að hafa í huga að láta sér líða vel í öllum aðstæðum og gæta öryggis svo myndefni fari ekki í dreifingu. 

Eitt skref í einu

Pör sem hafa reynslu í gerð kynlífsmyndbanda ráðleggja að fara rólega af stað. Sniðugt er að byrja á því að mynda hvort annað á nærfötunum. Þetta getur verið nauðsynlegt til þess að átta sig á góðum vinklum. Einnig er gott þegar pör taka nokkurra sekúndna löng myndbönd af hvort öðru. 

Skipulagning

Mikilvægt er fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í heimagerðum kynlífsmyndböndum að skipuleggja það sem það ætlar gera. Hlutverkaleikir virka oft vel fyrir fólk auk þess sem leikmunir á borð við kynlífsleikföng gera myndefnið áhugavert. 

Gerðu þig sæta/n

Sumu fólki finnst allt í lagi að vera sveitt í tökum en svo eru aðrir sem vilja gera sig til. Sumt fólk kýs að nota farða og gera hárið klárt sem og önnur líkamshár. Cox mælir sérstaklega með að fjárfesta í fallegum nærfatnaði. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Tökustaður

Mikilvægt er að ákveða hvar taka skal myndbandið upp. Svefnherbergið kemur fyrst upp en er það hentugt? Er svefnherbergið nógu stórt fyrir lítið dansatriði? Er ró og næði á heimilinu? Gæti verið betra að leigja herbergi?

Er hægt að nota símann?

Flestir eiga snjallsíma með góðri myndavél sem hægt er að taka upp á. Ef fólk kýs að nota símann sinn er mikilvægt að það sé öruggt. Gott er að passa að myndefni fari ekki sjálfkrafa inn á eitthvert ský eftir að upptöku lýkur. 

Lýsing

Góð lýsing er lykilatriði. Bent er á að nota kertaljós en kertaljós er sagt breyta stemmingunni auk þess sem fólk lítur betur út við hlið kertaljóss. Eins getur verið gott að draga frá gardínur. 

Hvar á myndavélin að vera?

Myndað er frá mörgum skrítnum sjónarhornum í klámi, það sama á við um heimagerð kynlífsmyndbönd. Stundum eru bakhliðar fólks og höfuð það eina sem sést á upptökum. Fólk getur þurft færa myndavélina þegar það skiptir um stellingu. Stundum getur verið sniðugt að halda á myndavélinni. 

Gerðu tilraun

Það er ekkert skemmtilegt að lenda í því að myndavélin færist til við allan hamaganginn eftir eina mínútu og eftir það sést ekki í neitt nema hnén. Það getur því verið gott að gera allt tilbúið, hreyfa sig aðeins og kíkja á myndavélina inn á milli. 

Njóttu 

Mælt er með því að fólk byrji að mynda eftir upphitun. Fólk á það til að slaka á í forleik. Stundum skemmir ekki fyrir að fá sér einn drykk en ekki er sniðugt að fá sér of marga. Hlæið ef allt fer ekki samkvæmt áætlun og eyðið myndbandinu ef ykkur finnst það ekki skemmtilegt.

Ýkið 

Fólk er hvatt til þess að gera það sem það vill en á ýktari hátt. Mælt er með því að gefa frá sér mikil hljóð og skipta ört um stellingar. 

Breyttu myndabandinu og klipptu það til

Ekki er mælt með því að horfa strax. Ekkert er að því að breyta myndbandinu aðeins. Auðvelt er að nota einföld forrit sem eru í síma til þess að klippa og breyta. Til dæmis er hægt að hafa myndbandið í svarthvítu en þannig verður allt miklu fínna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál