Gat ekki keyrt bílinn í ástarfráhvörfum

Alanis Morisette fann ástina í faðmi Mario Treadway árið 2010. …
Alanis Morisette fann ástina í faðmi Mario Treadway árið 2010. Þau hafa eignast tvö börn saman síðan þá. mbl.is/skjáskot Instagram

Söngkonan Alanis Morisette er með áhugaverða spjallþætti um lífið og tilveruna og það sem hún hefur þurft að takast á við í lífinu sjálf. 

Viðtal sem hún tók við Pia Mellody hefur vakið áhuga fólks en þar ræða þær á ábyrgan hátt um m.a. stjórnleysi þegar kemur að ástum.

Í spjallþættinum er talað um hvernig fjarlægur faðir getur búið til ástarfíkn í konum og körlum - tengt karlmönnum. Eins verður „forðari“ til ef marka má spjallið, ef sem dæmi móðir setur of mikla tilfinningalega ábyrgð á son sinn. 

Þær tala opinskátt um hvernig heilbrigði í ástum verði til þegar fólk þori að berskjalda sig og hætti að nota sjálft sig og annað fólk til að láta sér líða betur tímabundið. Sem dæmi um það að nota þetta á sviði ástar- og kynlífsfíknar, talar Pia Mellody um hvernig ástarfíkillinn notar oft kynlífsfíkil til að uppfylla fantasíuna sína tengda ást úr æsku. Kynlífsfíkillinn notar þá ástarfíkilinn til að fá útrás á kynferðis sviðinu. 

Alanis Morisette segir í viðtalinu að í ástarfráhvörfum sínum hafi hún verið svo illa haldin að hún hafi varla getað keyrt bíllinn sinn á milli staða. Eins fór hún í ráðgjöf nær daglega til að komast áfram.

Mellody segir það eðlilegt, miðað við að hún hafi notast við ástarfantasíuna sína frá æsku til að lifa af. Að skilja við það sé ákveðið sorgarferli sem eðlilegt er að taki á að fara í gegnum. 

Þess má geta að Alanis Morrissette þakkar 12 spora samtökum fyrir bata sinn. Hún er í heilbrigðu ástarsambandi í dag við söngvarann Mario Treadway. Þau eiga tvö börn saman. Ever sem fæddur er í desember árið 2010 og Onyx sem fædd er árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál