Get ég látið draga bílinn í burtu?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem þolir ekki að númerslaus bíll sé á lóð hans. 

Sæll. 

Ef einhver hefur komið fyrir númerslausum bíl á lóð sem ég á, má ég þá láta draga hann í burtu? Gildir sama um aðra hluti og lausamuni?

Kveðja, B

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll. 

Í 111. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er svo mælt að lögreglu er heimilt að flytja eða láta flytja brott ökutæki sem stendur þannig að brjóti í bága við reglur um stöðvun eða lagningu ökutækja eða að öðru leyti þannig að það valdi truflun á umferð, snjómokstri eða vinnu við veg. Sama á við um skráningarskylt ökutæki sem skilið hefur verið eftir án skráningarmerkja og ökutæki sem telja verður að eigandi hafi hætt með öllu að hirða um, enn fremur ökutæki sem stendur á einkalóð eða opinberri lóð þannig að valdi eiganda eða umráðamanni hennar tjóni eða óþægindum eða gegn banni hans. Standi ökutækið á svæði sem ekki er ætlað til almennrar umferðar skal það því aðeins flutt á brott að eigandi eða umráðamaður lóðar krefjist þess.

Hið sama gildir að mestu leyti um aðra muni sem geymdir eru á einkalóð, sbr. sjónarmið um umráð eiganda yfir séreign sinni. Eiganda verður þannig ekki gert skylt að hlíta því að munir annarra séu varðveittir á lóð hans án leyfis. Sé slíkt gert væri eðlilegast að beina kröfu þess efnis til eiganda munanna að þeir verði tafarlaust fjarlægðir ella verði þeir fjarlægðir á kostnað viðkomandi.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál