Skrítið að fagna sambandsafmæli ein í sóttkví

Þau Aníta og Adam fögnuðu sambandsafmæli á þriðjudaginn.
Þau Aníta og Adam fögnuðu sambandsafmæli á þriðjudaginn.

Aníta Eva Arnarsdóttir og unnusti hennar Adam Jónsson fögnuðu sjö ára sambandsafmæli á þriðjudaginn. Þau eru vön að gera sér dagamun í tilefni afmælisins en þriðjudagurinn var þó með nokkuð óvenjulegu sniði þar sem Aníta situr ein í sóttkví fjarri unnusta og syni. 

Aníta kom heim frá Spáni á mánudaginn og vegna þess að Spánn er nú hættusvæði var hún skylduð til þess að fara í sóttkví. Faðir Anítu lánaði henni íbúðina sína í nokkra daga en á fimmtudaginn fer hún upp í sumarbústað. 

Hún segir skrítið að halda upp á sambandsafmæli án unnusta síns. 

Það var mjög skrítið að vera ekki saman en við bara heyrðum í hvort öðru og gerðum gott úr því. Hann fór í búðina fyrir mig og skildi eftir poka með góðum mat á pallinum og fingurkoss.

Við erum mjög dugleg að halda upp á þetta vanalega. Förum yfirleitt út að borða á fínan veitingastað, fórum til útlanda einu sinni, svo já það er aðeins öðruvísi núna.“ 

Hafi þið hugsað ykkur að gera eitthvað til þess að halda upp á afmælið þegar þú kemur úr sóttkví? 

„Aðallega bara halda upp á það að hittast aftur. Maður veit ekki hvernig staðan verður þá út af samkomubanninu og hvernig það á eftir að þróast, svo við bara sjáum til. Hlökkum mest til að hitta hvort annað og vera saman með stráknum okkar.

Hvernig er að vera fjarri barninu sínu svona lengi?

„Það er það erfiðasta í þessu myndi ég segja. Mig langaði auðvitað mest að fá að hitta strákinn minn og knúsa hann um leið og ég kom heim en ég veit að hann er í góðum höndum hjá ömmu sinni og pabba sínum svo það hjálpar. Hann er ekki alveg að fatta hvað er í gangi þar sem hann er bara þriggja ára en hann tekur þessu vel eins og er og við notum Facetime mikið til þess að tala saman. Hann spyr mig samt alltaf hvort ég sé að koma heim. Þá segi ég bara að mamma sé aðeins lengur í fríi.“ 

Aníta er reyndar ekki alein í sóttkví þar sem hundarnir hennar eru hjá henni og fer hún með þá í göngutúr á kvöldin. Annars reynir hún að drepa tímann með því að lesa bækur, horfa á Netflix auk þess sem hún stefnir á að vera dugleg að gera heimaæfingar. „Svo er ég dugleg að hringja í fólk og nota Facetime mikið.“ 

Hvernig er að halda rútínu svona einn?

„Það er mjög skrítið en maður þarf að skipuleggja daginn vel og búa sér til rútínu. Skrifa niður hvað á að gera yfir daginn og hafa verkefni, ég held að það sé mikilvægt. Nýta tímann í að gera eitthvað uppbyggilegt.“

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál