Konur sem neituðu bónorði

Meghan sagði já þegar Harry fór á skeljarnar en það …
Meghan sagði já þegar Harry fór á skeljarnar en það eru ekki allar konur sem svara játandi. AFP

Sögur af fallegum og rómantískum bónorðum heyrast oftar en sögur af bónorðum sem enda illa. Það er þó til fólk sem neitar þegar stóra spurning en borin upp. Nokkrar konur greindu frá því á Reddit að því fram kemur á vef Women's Health af hverju þær sögðu nei en ekki já. 

Ein kona sagðist hafa bjargað manninum þar sem hún vissi að hann vildi börn en sjálf var hún ekki spennt fyrir hugmyndinni. 

Önnur kona sagðist hafa verið við það að hætta með kærastanum þegar hann stoppaði hana og sagðist vera með hring. 

Einn sniðugur ákvað að biðja kærustu sinnar til þess að gleðja hana en hún var mjög þunglynd. Konan sagði bónorðið ekki hafa komið á réttum tíma. Hún sagði því ekki já en nokkrum mánuðum seinna þegar þau voru bæði tilbúin sagði hún já. 

„Ég sagði honum að ég væri að hætta með honum af því hann hafði ekki beðið mín. Hann sneri sér við og bað mín,“ sagði ein sem svaraði neitandi. 

Ein kona ákvað að bíða með að segja já þegar kærasti hennar bað hennar þegar hún var enn í skóla en hann nýútskrifaður. Hún sagði bónorðið hafa verið meira til þess að bjarga sambandinu frekar en alvöru bónorð. 

Önnur kona lýsir kærasta sem bað hennar sem raðeiginmanni. Hún sagði þau bæði vera  nýskriðin yfir þrítugt en þrátt fyrir það var hann tvífráskilinn. Hún sagði nei en nokkrum árum seinna kvæntist maðurinn í þriðja sinn. 

Kona sem sagði nei þegar kærastinn bar upp stóru spurninguna sagði kynlíf hafa verið aðalhvatann að bónorðinu. 

„Við giftum okkur, þú hættir í háskóla og hættir að vinna og við eignumst börn,“ lýsti ein kona bónorði sem hún neitaði. Hún var ekki tilbúin til þess að fórna starfsframanum og sagði nei. 

Já eða nei?
Já eða nei? Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál