Geta ástar- og kynlífsfíklar verið í langtímasamböndum?

Í samböndum þar sem mikil óhamingja ríkir getur verið undirliggjandi …
Í samböndum þar sem mikil óhamingja ríkir getur verið undirliggjandi vandi sem lausn er til á. Ljósmynd/Colourbox

Kona í langtíma sambandi veltir fyrir sér hvort hún gæti verið með ástar- og kynlífsfíkn þó hún hafi ekki haldið framhjá. Hún leitar ráða hjá El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafa, sem svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæl. 

Er hægt að vera með ástar- og kynlífsfíkn þó maður hafi ekki haldið framhjá núverandi maka? Með öðrum orðum, geta ástar- og kynlífsfíklar verið í langtímasamböndum?

Kveðja, 

Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sæl. 

Stutta svarið mitt er já. 

Ástar- og kynlífsfíklar geta verið í langtímasamböndum en ég hef sjaldan eða aldrei séð þau sambönd heilbrigð, eðlileg eða falleg. 

Það sem einkennir langtíma sambönd þar sem virk fíkn er í gangi er lítil nánd, fólk berskjaldar sig ekki eða gengur í gegnum hlutina sameinuð og saman. 

Það sem algengt er að sjá í þessum samböndum er að annar aðilinn er fíkinn í maka sinn og hinn aðilinn er fíkinn í einveruna, annað fólk, vinnu, áfengi eða eitthvað annað sem hann notar til að lifa af í óheilbrigðu ástandi. 

Það þarf að greina samskipti og sambönd til að segja til um hvort stjórnleysi sé í gangi, meðvirkni eða eitthvað annað. 

En ef þú ert mikið að dagdreyma um aðra menn, með væntingar sem enginn annar veit af og sambandið fer í einhverskonar hringi, þá myndi ég hvetja þig til að skoða málin með sérfræðingi. 

Leiðirnar í bata geta verið allskonar, en það andlega mein að reyna alltaf það sama til að fá nýjar niðurstöður viðheldur óhamingjunni og í raun gerir ástandið alltaf verra með tímanum. 

Einkenni þess að vera án fíknar á þessu svæði er að treysta sér til að vera berskjaldaður í sambandi. Það að þora að treysta á annað fólk án þess að vera hræddur um höfnun. Að segja langanir sínar og þarfir og vera ekki að ástunda hluti daglega sem maður getur ekki rætt við annað fólk og að lokum að taka ábyrgð á eigin lífi og hamingju. 

Þetta er lúmsk fíkn og getur aðili sem er haldinn hennar orðið mikið veikur, bæði inni í sambandi og einn. 

Þú þarft ekki að halda framhjá til að vera í stjórnleysi, rétt eins og þú þarft ekki að drekka daglega til að vera alkahólisti. 

Gangi þér alltaf sem best. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál