Elskhuginn er kvæntur

Ekkja hafur fundið ástina aftur.
Ekkja hafur fundið ástina aftur. mbl.is/Thinkstockphotos

„Eiginmaður minn lést fyrir 16 árum síðan. Ég gleymdi mér í lífi barna og barnabarna. Svo fékk ég vinabeiðni á Facebook frá manni sem ég þekkti fyrir löngu. Við náðum strax saman. Hann spurði mig út í hjónaband mitt og ég sagði honum að ég hefði ekki farið á stefnumót síðan eiginmaður minn lést. Hann sagði mér að hann hefði verið kvæntur í 20 ár en það væri engin nánd. Þau væru bara bestu vinir. Ég hef tilhneigingu til þess að trúa honum þar sem þau eru aldrei saman. Er þetta mögulegt?

Ég elska allt við hann. Hann er allt sem eiginmaður minn var ekki. Allt sem ég þarf. Við hittumst tvisvar á ári. Hann býr langt frá mér. Ég vil ekki giftast honum. Mér finnst þetta bara fínt eins og er. Ég veit bara ekki hvernig ég á að melta þetta. Hver eru ráð ykkar?“ Skrifaði ekkja á vef The Guardian og ekki stóð á svörum frá lesendum. 

„Lífið er flókið. Það sem þú ert að lýsa er raunveruleiki margra. Ég get ímyndað mér að samband þitt við þessa manneskju bæti líf ykkar beggja sem aftur á móti bætir önnur sambönd sem þið eigið eins og samband hans við maka sinn. Hafandi sagt það geri ég mér grein fyrir að konan hans yrði leið ef hún myndi komast að sambandi ykkar. Á þann hátt er lífið flókið. Það hljómar eins og það eru skýr mörk í ykkar sambandi sem er mikilvægt. Ég óska ykkur báðum alls hins besta,“ skrifaði lesandi með hlutlausa skoðun á málinu. 

„Í fyrsta lagi, gott hjá þér að taka þetta skref aftur í heim náinna kynna. Það er alltaf erfitt og eftir dauða einhvers sem þú elskaðir er það sérstaklega erfitt. 

Í öðru lagi, ég held að þú þurfir að setja til hliðar það sem hann segir um samband sitt við konu sína (hvernig sem það er) og hugsa um hvaða þörfum þínum er hann að fullnægja. Er hann í alvöru að fullnægja öllum þínum þörfum? Eða er þetta „örugg“ tenging án möguleika á frekari skuldbindingu? Það er ekkert rangt við það ef þú ert hreinskilin við sjálfa þig. Einn daginn hins vegar gætir þú viljað eitthvað meira en eina syndsamlega helgi af og til. Ekki vera hrædd að sleppa þessum hjálparadekkjum sem þetta samband er ef þig langar til þess,“ segir annar lesandi. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is