Ung og óttast að verða gjaldþrota

Íslensk manneskja óttast gjaldþrot í ástandinu sem nú ríkir.
Íslensk manneskja óttast gjaldþrot í ástandinu sem nú ríkir. Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvað gerist ef ung manneskja verður gjaldþrota. 

Sæll Sævar,

Ég var að velta því fyrir mér hvað gerist ef ung manneskja án eigna verður gjaldþrota? Margir námsmenn og hlutastarfsmenn eiga ekki nægan sparnað til að fleyta sér áfram í þessu ástandi þegar fyrirtæki geta ekki greitt laun og þurfa að segja upp starfsfólki.

Kær kveðja, B

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl B. 

Um gjaldþrot fer eftir lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar um gjaldþrotaskipti skipar héraðsdómari alltaf skiptastjóra til að fara með framkvæmd gjaldþrotaskipta og ber honum að ljúka skiptum svo fljótt sem verða má eins og fram kemur í 2. mgr. 122. gr. laganna.

Ef fyrir liggur að eignir búsins eru engar eða óverulegar er skiptastjóra skylt að ljúka skiptum á grundvelli 155. gr. laga nr. 21/1991. Við lok gjaldþrotaskipta byrjar síðan nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða. Skuldir sem ekki fást greiddar við skiptin og skuldari ber ábyrgð á, fyrnast því og falla niður þegar tvö ár eru liðin frá lokum skiptanna.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál