Sóttkvíin reynir á hjónalífið

Dax Shepard og Kristen Bell eru komin með ógeð af …
Dax Shepard og Kristen Bell eru komin með ógeð af hvort öðru. VALERIE MACON

Leikkonan Kristen Bell og eiginmaður hennar Dax Shepard hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví um nokkurra daga skeið núna. Þau segja sóttkvínna reyna mikið á hjónalífið og að þau séu komin með upp í kok af hvort öðru. 

Hjónin fóru í viðtali við Katie Couric í gegnum Instagram á mánudaginn og sögðu frá raunum sínum í sóttkví. Hjónin eiga tvær dætur, þær Lincoln 7 ára og Delta 5 ára. Þau segja að það hafi gengið vel með börnin, en annað megi segja um samband hjónanna.

„Okkur hefur ekki samið mjög vel síðustu daga, eiginlega mjög illa. Við höfum ekki komið svona líkamlega nálægt hvort öðru í nokkra daga núna,“ sagði Bell í viðtalinu og bætti við að þau væru komin með ógeð á hvort öðru.

Bell og Shepard kynntust árið 2007, trúlofuðu sig árið 2009 og gengu í það heilaga árið 2013. Þau hafa talað opinskátt um erfiða tíma í hjónabandinu og segja hreint út að það sé ekki alltaf dans á rósum að vera í hjónabandi. 

Hjónabandið er ekki bara dans á rósum.
Hjónabandið er ekki bara dans á rósum. Jon Kopaloff
mbl.is