Kynlíf með ókunnugum á tímum kórónuveiru

Fólk sem ekki þekkist þarf að halda ákveðnu bili á …
Fólk sem ekki þekkist þarf að halda ákveðnu bili á milli sín, lika þegar kemur að kynlífi. Thinkstock / Getty Images

„Ég nýt þess að stunda kynlíf með ókunnugum og þrátt fyrir að það sé ekki auðvelt að vera öruggur held ég því fram að ég geti varist kynsjúkdómum. En Covid-19 er allt önnur saga. Get ég stundað kynlíf með ókunnugum og forðast hættu á að smitast af kórónuveirunni?“ Skrifaði einstaklingur sem á ekki fastan bólfélaga og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn er ekki viss um að kórónuveiran komist í gegnum latex en tekur fram að áskorunin felist í að halda réttri fjarlægð. 

„Það er ekki nokkur leið til þess að komast nógu nálægt ókunnugum til þess að stunda kynlíf án þess að vera í hlífðarheilgalla og kynlíf í slíkum aðstæðum er afar takmarkað. Erótískt símtal eða netsamtal er öruggasta leiðin. Þá getur þú endurskapað hvaða fantasíu sem þér dettur í hug. Hugsaðu um þessa krefjandi tíma sem tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann kynferðislega með því að nota mismunandi miðla. Hafðu öryggið að leiðarljósi.“

Tveggja metra reglan gildir líka um fólk sem ætlar sér …
Tveggja metra reglan gildir líka um fólk sem ætlar sér að stunda kynlíf saman. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál