Brjálaður út í nágrannann sem gerir við bílinn í stæðinu í bílakjallaranum

Maðurinn í blokkinni spyr hvað megi gera í bílastæði sem …
Maðurinn í blokkinni spyr hvað megi gera í bílastæði sem fylgir íbúðinni. Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem býr í blokk og þolir ekki að fólk sé að gera við bíla í bílastæðinu sínu í bílakjallaranum. 

Sæll,

bílastæði í bílakjallara fjölbýlishús er skrásett sem þinglýst eign íbúðar. Getur húsfélag sett reglur um að ekki megi vera með minni háttar viðgerðir á bíl svo sem bremsuskipti og bannað að vera með hillu fyrir til dæmis biladót svo sem bón og þess háttar eða er þetta ekki eign íbúðarinnar þ.e.a.s. stæðið sjálft?

Kveðja, maðurinn í blokkinni

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll.

Sú meginregla gildir samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús að allar sameiginlegar ákvarðanir skal taka á húsfundum. Allir eigendur eiga þannig óskorðan rétt á að taka þátt í öllum ákvörðunum er varða fjöleignarhúsið, hagnýtingu þess og setningu reglna þar um.

Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. sömu laga hefur eigandi íbúðar í fjöleignarhúsi einn rétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni með þeim takmörkunum einum sem greinir í lögunum, öðrum lögum, óskráðum grenndarreglum, eðli máls eða byggjast á löglegum ákvörðunum og samþykktum húsfélagsins. Í eignarráði þínu felst almenn heimild til að ráðstafa og hagnýta séreignina á hvern þann hátt sem þú kýst innan þess ramma sem vísað er til í greininni. Hins vegar eru þær skyldur lagðar á eigendur að taka eðlilegt og sanngjarnt tillit til annarra eigenda svo þeir verði ekki fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði, sbr. 2. mgr. 26. gr. fjöleignarhúsalaga. Sé um að ræða hagnýtingu sem brýtur í bága við framangreint ákvæði getur húsfélag með heimild í 74. gr. laganna lagt fyrir húsfund til samþykktar sérstakar reglur um hagnýtingu séreignar að því marki sem lögin leyfa og þannig takmarkað eignarráð eigenda. Samþykki einfalds meiri hluta eigenda er nægilegt til ákvörðunar um setningu slíkra reglna.

Kveðja,

Sævar þór Jónsson, lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál