Hristu upp í svefnherberginu í sóttkví

Nú er tíminn til að hrista upp í hlutunum.
Nú er tíminn til að hrista upp í hlutunum. Ljósmynd/Think Stock Photos

Á þessum furðulegu tímum eyðum við töluvert meiri tíma heima hjá okkur en við gerðum fyrir heimsfaraldurinn. Þessi tími sem við eyðum heima undirstrikar að það er gríðarlega mikilvægt að hrista upp í hlutunum annað slagið.

Sala á kynlífstækjum jókst um 27 prósent í mars hjá hjálpartækjaversluninni Ann Summers frá síðasta ári. Það eru ekki bara tækin sem seljast meira en vanalega því búningar af öllu tagi eru meðal mest seldu varanna.

Það gefur okkur vísbendingu um að einhverjir séu svo sannarlega að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Ef þið eruð feimin við að prófa eitthvað nýtt í kynlífinu eru hér nokkrar hugmyndir frá blaðamanni The Sun sem þið getið prófað.

Hlutverkaleikur 

Þetta þarf ekki að vera neitt ýkt heldur bara leið til að opna sig og fara í karakter. Sá karakter getur til dæmis verið aðeins hugrakkari en þú og verið til í aðeins fjölbreyttara kynlíf. 

Horfið saman á mynd með kynþokkafullri leikkonu og leikara. Ef það kveikir í ykkur, prófið að setja ykkur í hlutverk þeirra og sjáið hvernig gengur. 

Leikið við ykkur sjálf

Sumir hafa meiri tíma fyrir sjálfa sig í sóttkví, sérstaklega þeir sem eru fastir einir heima. Það er hægt að nýta þann tíma í að kynnast sjálfum sér betur. Búðu til kynþokkafulla stemningu, eins og þú sért að fara að taka á móti elskhuga þínum, og prófaðu þig áfram með sjálfum þér.

Notið öll skynfærin

Það getur verið einstaklega kynþokkafullt að binda fyrir augun á elskhuga sínum. Snertu allan líkama elskhugans á meðan hann er með bundið fyrir augun. Þú getur prófað þig áfram með mismunandi hluti með mismunandi áferð, eins og fjaðrir, hanska, feld og ísmola. 

Annað sem gæti kveikt í ykkur eru handjárn. Ef ekki eru til handjárn á heimilinu dugar að binda hendurnar með trefli. 

Prófið kynlífsleikfang

Kannski leynist eitt slíkt á heimilinu sem þið hafið aldrei prófað. Þá er um að gera að dusta rykið af því og prófa sig áfram. Ef ekki getið þið pantað eitt slíkt á netinu og látið senda ykkur heim. Það mun svo sannarlega hækka hitastigið í svefnherberginu.

Hlutverkaleikur getur verið skemmtilegur.
Hlutverkaleikur getur verið skemmtilegur. Ljósmynd/Colourbox
mbl.is