Kærastinn með kynlífskvíða

Maðurinn fær ekki fullnægingu í samförum.
Maðurinn fær ekki fullnægingu í samförum. mbl.is/Getty Images

„Ég hef verið með kærasta mínum í átta mánuði og ég er önnur manneskjan sem hann sefur hjá. Við stundum frábært kynlíf, mjög oft, en hann getur aðeins fengið sáðlát með því að nota hendur. Hann sagði mér nýlega frá því að í fyrsta skipti sem hann stundaði kynlíf hefði hann ekki fengið sáðlát og manneskjan sem hann stundaði kynlífið með lét honum líða hræðilega. Hann sagði mér að þegar við stunduðum kynlíf væri þetta það eina sem hann gæti hugsað um en þegar hann notaði hendurnar hugsaði hann ekki um þetta og gæti þess vegna fengið fullnægingu. Hvað get ég gert til þess að hjálpa honum að komast yfir þetta?“ spyr kærasta ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly. 

Ráðgjafinn bendir á þá staðreynd að ef einhver kvíðir fyrir einhverju í kynlífi þá er engin ástæða til þess að stunda kynlíf. Ráðgjafinn bendir konunni á að tala við kærastann og ræða hver tilgangur kynlífsins er. Ráðgjafinn leggur til að parið leggi aðeins áherslu á að gefa og þiggja. 

„Ef þið takið markmiðið um fullnægingu í burtu og frammistöðukvíðann og leggið meiri áherslu á kynferðislega tengingu mun kynlífið ekki bara verða betra heldur mun hann smám saman læra að brúa bilið á milli sjálfsfróunar og samfara. Ekki reyna að koma í veg fyrir að hann noti hendurnar. Þegar fram líða stundir og þið byrjið að stunda kvíðalaust, örvandi kynlíf skaltu hvetja hann rólega til að fá fullnægingu með höndum nær og nær píkunni. Með auknu sjálfstrausti ætti hann að hætta að treysta á hendurnar.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is