Hvers vegna næ ég mér ekki í kærasta?

Bækur um hin ýmsu málefni geta verið góðar. Viðkomandi gæti …
Bækur um hin ýmsu málefni geta verið góðar. Viðkomandi gæti þurft aðeins meiri stuðning til að breyta hegðun sinni. Ljósmynd/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem er búin að lesa allar helstu sjálfshjálpabækurnar í dag, en það hefur ekki jákvæð áhrif á ástarlífið hennar. 

Sæl. 

Ég er búin að lesa allar sjálfshjálparbækurnar í hillum Amazon og langar að upplifa hamingju í samböndum. Ég er búin að vera ein lengi en hef þó verið í nokkrum  misheppnuðum samböndum. 

Why Men Love Bitches fannst mér góð en það hafði ekkert áhrif á sambandsstöðuna mína. 

Hefurðu heyrt um einstakling sem svona bækur virka ekki fyrir? Er þá eitthvað meira að?

Kveðja, 

Sælar. 

Takk fyrir bréfið. 

Sjálfshjálparbækur geta verið mjög góðar að mínu mati. Í raun eins og bækur um góðar uppskriftir eru vanalega. Það verður hins vegar enginn frábær kokkur nema að prófa sig áfram með uppskriftirnar sem hann er að lesa. 

Það sama á við þegar kemur að ástarmálum. 

Ég efast um að það sé eitthvað meira að hjá þér, en kannski gætir þú haft gott af því að finna þér ráðgjafa eða sálfræðing sem getur aðstoðað þig við að flokka og raða og fara inn á svæði sem þú hefur ekki prófað áður. Stutt þig í að framkvæma eitthvað af þeim hlutum sem þú ert að velta fyrir þér að væri hollt fyrir þig að gera. 

Góður aðili myndi alltaf hvetja þig til að finna bækur sem byggðar eru á vísindalegum rannsóknum eða byggja á 12 spora kerfi sem hefur virkað fyrir aðra einstaklinga. Eins er alltaf gaman að lesa ævisögur fólks sem hefur umbylt lífi sínu. Suze Orman er dæmi um þannig einstakling. Kona sem bjó í bílnum sínum en er auðug í dag og kennir fólki hvernig má komast frá stað A til B í þessu samhengi. 

Bati í ástum er að mínu mati að fara úr því að leika eitthvað hlutverk í að þú skilgreinir þínar eigin þarfir og langanir. Að þú lærir að elska þig án skilyrða og finnir út hver þín persónueinkenni eru. Síðan gæti verið áhugavert fyrir þig að skoða hvað liggur á bak við þá staðreynd að þú hafir verið ein lengi en hefur ekki áhuga á því. Er undiliggjandi ótti? Er eitthvað mynstur í gömlu samböndunum þínum sem þú óttast? Er meðvirkni? 

Eins er alltaf gott að æfa sig í að berskjalda sig og tjá þarfir og langanir á heiðarlegan hátt í stað þess að hóta eða ásaka. 

Ég hef lesið fjöldann allan af bókum sem hafa haft mikil áhrif á mig; bæði sem fagaðila en einnig sem einstaklingur sem vil lifa í stöðugri framþróun. Dæmi um höfunda sem ég er hrifin af eru: Dr. Pat Allen, Dr. Patrick Carnes og Dr. Ann Wilson Shaef svo einhverjir séu nefndir. 

Í raun eru allar bækur sem Shaef skrifaði magnaðar. Sér í lagi ef þig langar í þann leiðangur að kynnast sjálfri þér aðeins betur. 

Gangi þér alltaf sem best. 

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál