Framhjáhaldsbarn spyr út í arf úr föðurfjölskyldu

Íslensk kona spyr úr í arf úr föðurfjölskyldu sinni.
Íslensk kona spyr úr í arf úr föðurfjölskyldu sinni. Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu varðandi arf úr föðurfjölskyldu. 

Sæll Sævar.

Ég er ekki í neinum samskiptum við föðurfjölskylduna, er framhjáhaldsbarn föður míns sem lést fyrir 20+ árum, hann var eignalaus þegar hann lést og mér var ekki úthlutað neitt af hans persónulegu munum. Amma dó stuttu eftir pabba og svo dó Afi fyrir þremur árum síðan. Ég veit að þau áttu fínt hús og land út í sveit. Og ég langar að vita hvort ég eigi kröfu í dánarbúið og hvernig ég bæri mig að.

Kveðja, K

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl,

Í lögum um skipti á dánarbúum er mælt svo að ef einhver gefur sig fram innan tíu ára frá lokum opinberra skipta sem hefði átt rétt til arfs eða gjafar úr búinu en gengið var framhjá við skiptin getur hann krafið hvern þann sem naut arfs í hans stað um endurgreiðslu fyrir sitt leyti. Hið sama á við um einkaskipti.

Með vísan til framangreinds er unnt að höfða einkamál eftir almennum reglum á hendur þeim sem fékk ranglega verðmæti í hendur við skiptin.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál