Hvað gerist í kynlífsleysi?

Minna kynlíf í kórónuveirufaraldrinum?
Minna kynlíf í kórónuveirufaraldrinum? mbl.is/Thinkstockphotos

Ófáir segjast stunda minna kynlíf á tímum kórónuveirunnar. En hvað gerist ef ekkert kynlíf er stundað? Nokkur vandamál geta komið upp að því fram kemur á vef Men's Health en lausnin er ekki flókin. 

Ástæðan fyrir því að fólk á að halda áfram að stunda kynlíf er ekki bara að það er gott og skemmtilegt. Það eru ýmsir heilsufarslegir kostir sem felast í því að stunda kynlíf.  

Kemst ekki aftur í gír næst

Ef of langt um líður þangað til kynlíf er stundað næst er ekki víst að allir líkamshlutar virki eins og þeir eiga að gera. Rannsókn frá árinu 2008 sýndi fram á að karlmenn á sextugs-, sjötugs- og áttræðisaldri sem ekki stunduðu kynlíf reglulega voru líklegri til að glíma við risvandamál. Ef maki er ekki til staðar er hægt að halda sér í formi einn heima. 

Líkur á krabbameini í blöðruhálsi aukast

Ef kynlífsleysið nær svo langt að menn stunda ekki sjálfsfróun getur líkamleg heilsa versnað. Rannsóknir eru sagðar sýna fram á að menn sem hafa sáðlát 4,6 sinnum til sjö sinnum í viku eru tengdir við minni hættu á krabbameini í blöðruhálsi. 

Blóðþrýstingurinn getur hækkað

Vísindamenn segja það ekki tilviljun að blóðþrýstingurinn hækkar á sama tíma og fólk hættir að stunda kynlíf. Í rannsókn frá árinu 2006 kom fram að fólk sem stundaði reglulega kynlíf var með lægri blóðþrýsting en fólk sem ekki stundaði kynlíf reglulega. 

Minna stress

Ástarlotur geta oft bjargað verstu martröðum. Hversdagsleg vandamál verða allt í einu viðráðanleg þegar fólk stundar kynlíf reglulega. 

Ónæmiskerfið versnar

Fullnægingar eru sagðar hjálpa ónæmiskerfinu. Það getur því hjálpað að stunda kynlíf einu sinni til tvisvar í viku. 

Getur haft áhrif í vinnunni

Skipta má kynlífsleysi upp í tvö stig. Þegar fólk æsist við hið minnsta og þegar fólk verður ekki spennt fyrir neinu. Það getur haft beinar afleiðingar í vinnunni. Bandarísk rannsókn sýndi fram á að fólk sem stundaði reglulega kynlíf var mun ánægðara í vinnunni. 

Er ekkert að frétta?
Er ekkert að frétta? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál