Stjörnur sem létu fjarsambönd ganga upp

Harry og Meghan voru til að byrja með í fjarsambandi.
Harry og Meghan voru til að byrja með í fjarsambandi. AFP

Á tímum kórónuveirunnar eru ófá pör víða um heim sem geta ekki hist. Fjölmargar stjörnur hafa verið í tímabundnu fjarsambandi og tekist vel til að því fram kemur á vef Hello. Mörg pör settu sér reglur og hittust reglulega.

Harry og Meghan

Áður en að Harry og Meghan trúlofuðu sig voru þau í fjarsambandi þar sem Meghan bjó í Kanada þar sem hún starfaði og Harry í Bretlandi. Eftir trúlofunina sagði Harry að þau hefðu verið í fjarsambandi en hittust að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. 

John Krasinski og Emily Blunt

Hollywood-leikararnir hafa þurft að vera í fjarsambandi vinnu sinnar vegna. Þegar Blunt var við tökur á myndinni Mary Poppins Returns árið 2018 var því haldið fram að Krasinski færi til London aðra hvora helgi til að hitta eiginkonu sína og dætur. 

Emily Blunt og John Krasinski.
Emily Blunt og John Krasinski. AFP

Ed Sheeran og Cherry Seaborn

Íslandsvinurinn og æskuástin hans byrjuðu saman árið 2015. Til að byrja með voru þau í fjarsambandi en að lokum hætti Seaborn í starfi sínu í New York og flutti til London og Sheeran tók sér frí frá tónlistarferðalögum. 

Ed Sheeran.
Ed Sheeran. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick

Leikarahjónin hafa verið gift í yfir 20 ár en vegna vinnu þeirra þurfa þau oft að vera í sundur. Parker telur það hafa verið gott fyrir þau. 

Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick.
Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick. AFP

Ashley Graham og Justin Ervin

Fyrirsætan og kvikmyndagerðarmaðurinn giftu sig árið 2009 en fóru þó ekki að búa saman fyrr en löngu seinna. Graham bjó í New York og Ervin í Los Angeles. Fyrirsætan sagði ekki líða lengra en tvær vikur á milli þess að þau hittu hvort annað. Hún sagði fjarlægðina vera frábæra og sagði þau til dæmis hittast í París eða Miami.  

Ashley Graham.
Ashley Graham. AFP

Troian Bellisario og Patrick J. Adams

Pretty Little Liars-leikkonan og Suits-stjarnan voru lengi vel í fjarsambandi. Árið 2016 þakkaði Bellisario fyrir að hafa verið í átta ár í fjarsambandi. Árið 2018 kom dóttir þeirra í heiminn.

Adams og Bellisario.
Adams og Bellisario. Skjáskot/Instagram/patrickjadams

Courteney Cox og Johnny McDaid

Friends-stjarnan Cox hefur verið í sambandi með tónlistarmanninum Johnny McDaid síðan 2013. Hún hefur verið í einangrun án hans undanfarnar vikur. Parið er vant því að vera í sundur en tónlistarmaðurinn býr í Englandi en Cox í Bandaríkjunum. 

Courteney Cox ásamt kærasta sínum Johnny McDaid.
Courteney Cox ásamt kærasta sínum Johnny McDaid. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál