Einhleyp þegar hún féll frá: Mátti hún gefa hluti og peninga?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem spyr um gjafir fyrir andlát. 

Sæll.

Einhleyp manneskja sem á börn fellur frá. Hún var búin að gefa hluta af börnunum sínum bæði hluti og peningagjafir þó nokkru fyrir andlát.

Geta hin börnin sem ekkert fengu fyrir andlátið að þær gjafir sem hinir sem fengu séu fyrirframgreiddur arfur eða er hægt að rýra það sem þau hefðu átt að fá í arf? Er eitthvert „þak“ á peningagjöfum? Ég veit að ætlunin var að gera eins fyrir alla en tími gafst ekki til.

Með kveðju,

xxxxxxxxx

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl/l xxxxxxxxx

Almennt er mönnum frjálst að ráðstafa eignum sínum með lífsgjöfum þó svo að með þeim hætti rýri maður efni sín og skerði þau verðmæti sem ganga munu í arf eftir hann. Lífsgjafir halda almennt gildi sínu gagnvart erfingjum þótt ekki sé mælt fyrir um þær í formi erfðaskrár og án tillits til þess hvort tilteknir erfingjar leggjast gegn þeim eða ekki. Hvergi í lögum er kveðið á um þak á slíkum gjöfum en þó kunna verðmætar gjafir úr hófi fram að vera skattskyldar. Þá er rétt að benda á að arfur er ætíð skattskyldur þótt hann sé greiddur fyrir fram. Tilvonandi erfingjar verða því að jafnaði að sætta sig við slíka gerninga sem gerðir eru í lifandi lífi. Þess ber þó að geta að erfingjar geta komið sér saman um aðra skiptingu eða viðurkenningu á að tiltekin eignayfirfærsla hafi falið í sér fyrirframgreiddan arf en til þess þarf samþykki allra erfingja.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál