Óánægð með klámáhorf eiginmannsins

Konan fann myndir af öðrum konum í síma eiginmanns síns.
Konan fann myndir af öðrum konum í síma eiginmanns síns. mbl.is/Thinkstockphotos

„Hjónabandið okkar er á síðustu metrunum. Þegar við erum góð þá erum við mjög góð, þegar við rífumst þá líður mér eins og ég hati eiginkonu mína. Þetta náði hámarki þegar hún fann myndir af konum á símanum mínum, ekki í fyrsta sinn. Hún varð reið en ég sagðist bara horfa, ekkert meira. Hún fyrirgaf mér eða það sagði hún þá. Nú spyr hún hvort ég horfi á klám. Ég sagðist bara gera það nokkrum sinnum í viku. Hún sagði það of mikið en mér fannst ég bara venjulegur maður, svo við fórum að rífast aftur. Kynlífið okkar er fínt en rifrildin eru að gera út af við mig. Við erum bæði 43 ára og eigum tvo unglingssyni. Ef þeir væru ekki til staðar er ég viss um að ég hefði ekki haldið þetta út svona lengi,“ skrifaði maður sem er þreyttur á hjónabandinu og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa á vef The Sun.

Ráðgjafinn tekur eftir því að maðurinn segir kynlíf þeirra hjóna fínt en spyr hvort eiginkona mannsins sé á sama máli. 

„Kynlíf snýst um að hin manneskjan finni fyrir væntumþykju. Eiginkona þín er greinilega óörugg, henni finnst eins og hún sé ekki nóg. Byggðu upp það góða í sambandinu. Segðu henni að þú sért hættur í kláminu og þú sért tilbúinn til að hlusta, ekki rífast.“

Hjónin rífast mikið.
Hjónin rífast mikið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál