Ungir karlar hafa áhyggjur af getunni í rúminu

Ungir karlar hafa áhyggjur af því að standa sig ekki …
Ungir karlar hafa áhyggjur af því að standa sig ekki nægilega vel í rúminu. Ljósmynd/Unsplash

„Við lifum á nýjum tímum og hér í Danmörku er mikið talað um að við þurfum sífellt að vera standa okkur á öllum sviðum. Það er orðið erfiðara en áður að komast inn í draumanámið þar sem aðgangskröfur (einkunnir) fara sífellt hækkandi hérna í Danmörku. Þegar ég var að reyna að komast inn í sálfræðina á sínum tíma þurfti meðaleinkunn mín að vera um 9 en núna þarf meðaleinkunn upp á sirka 10. Þetta gildir um fleiri nám hérna. Að auki er búið að herða fjárframlög til nemenda með því móti að þú mátt eingöngu taka eina BA/BS-gráðu hér í Danmörku á fjárhagsstyrk frá ríkinu,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, sálfræðingur og heilsumarkþjálfi, í sinum nýjasta pistli: 

Þórey Kristín Þórisdóttir, sálfræðingur og heilsumarkþjálfi.
Þórey Kristín Þórisdóttir, sálfræðingur og heilsumarkþjálfi.

Það getur valdið mikilli streitu og kvíða að þurfa að velja hvaða háskólanám þú vilt stunda á tvítugsaldri því það er ákvörðun sem getur haft áhrif á allt þitt líf. Algengt er að við sem einstaklingar þroskumst og breytumst með árunum og þar með einnig áhugasvið okkar.

Í meðferð hef ég séð að ungt fólk á erfitt með að finna jafnvægi milli heimilis, vinnustaðar og einkalífs. Ein ung kona kom til mín vegna þess að hún var undir miklu álagi þar sem frammistaða hennar í vinnunni var metin vikulega.

Ungt fólk finnur hins vegar ekki eingöngu fyrir álagi vegna námsvals og frammistöðu í vinnu heldur einnig í einkalífinu. Með tilkomu og auðveldu aðgengi að samfélagsmiðlum er auðvelt að detta í samanburð varðandi status, félagslagastöðu og líkamsímynd. Þetta á bæði við um konur og karlmenn. Margar ungar konur eiga erfitt með líkamlega nánd vegna slæmrar líkamsímyndar.

Þetta getur orðið það stórt vandamál að sumar konur finna leiðir og afsakanir til að hitta kærastann til dæmis  eingöngu þegar það er farið að dimma. Skömmin og feimnin varðandi ákveðin líkamssvæði gerir það að verkum að þær vilja ekki sýna sig í dagsljósinu. Þetta er ákveðið vandamál þar sem of mikil athygli fer að beinast að ákveðnum líkamssvæðum. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar eru of mikið staddir í huganum í stað þess að vera til staðar í líkamanum.

Því miður er ekki til nein ein einföld og fljótvirk lausn varðandi slæma líkamsímynd, þó er hægt að færa athyglina yfir á þau líkamssvæði sem maður er ánægður með og skipta þannig út neikvæðum hugsunum yfir í jákvæðar. Því meira sem við setjum athyglina á það sem við erum ánægð með, því meira vex það í samanburði við það sem við erum óánægð með. Þá er einnig vert að hafa í huga að makinn sér okkur í heild sinni, en ekki einungis einstök líkamssvæði.

Sífellt er að koma fleira ungt fólk sem er að burðast með frammistöðukvíða varðandi kynlíf. Þetta helst oft í hendur við sjálfsmat og það andlega álag sem fylgir því finnast það þurfa að standa sig vel á öllum sviðum. Margir ungir karlmenn í dag kvíða fyrir því að stunda kynlíf vegna þess að þeir hafa áhyggjur af því að standa sig ekki nógu vel í svefnherberginu. Þegar þessi kvíði er kominn þá er mjög algengt að karlmönnum geti ekki risið hold. Þetta getur orðið að vítahring vegna þess að þegar það hefur gerst einu sinni er hugsunin um að þetta geti gerst aftur orðin yfirþyrmandi. Sama gildir um úthald, ef það hefur eini sinni verið af skornum skammti getur sú hugsun ágerst og ýtt undir frekari vandamál.

Núvitund getur hjálpað til með mörg vandamál í svefnherberginu. Þegar við ofhugsum þá missum við tengslin við okkur sjálf og líkama okkar en það er oft meginrót vandamálanna. Það krefst æfingar að vera meira til staðar í líkamanum í stað þess að vera staddur uppi í huganum, en hvert skipti hjálpar til. Byrjaðu að setja athyglina á skynfærin þín, um leið og athyglin færist þangað þá styrkjast þær tilfinningar og ofhugsanirnar minnka. Til að byrja með er hægt að setja alla athyglina á snertingu og reyna þannig að æfa sig í að vera til staðar í líkamanum í stað þess að vera í huganum.

Því lengur sem þú getur verið með athyglina á snertinguna því betri og því duglegri verður þú í að vera til staðar í núvitundinni. Þetta getur verið nóg til að brjóta þennan vítahring ofhugsana og kvíða.

Þá er einnig vert að hafa í huga að þetta er algengt vandamál og ef þú sérð þig í einhverjum af þessum vandamálum þá ertu ekki ein/n. Það er hægt að vinna með þessi vandamál og það er engin skömm í því frekar en í öðrum vandamálum. Við þroskumst í gegnum áskoranir og núvitund er eitthvað sem við getum haft gagn af út lífið og í mörgum öðrum samhengjum. Byrjaðu að æfa þig í aðeins nokkrar mínútur á dag að vera til staðar í núinu. Núvitund þarf ekki að vera löng hugleiðsla. Göngutúr þar sem þú finnur vindinn í hári þínu eða sólskinið í andliti þínu er oft mjög góð tenging við núið. Virk hlustun við maka þinn eða fjölskyldu eða einfaldlega finna fæturna snerta gólfið, eru allt dæmi um góðar núvitundaræfingar.

View this post on Instagram

Happy Weekend everyone! Remember that one of the best ways to stay healthy is through planning & being aware of why you are overeating? ⁠ Ask yourself next time you are reaching for something unhealthy, why? Why do you need this? What emotions are you trying to suppress? ⁠ Often we use food, alcohol, cigarettes, or drugs to regulate emotions. If you are regulating your emotions with food then it is time to ask yourself what is the reason behind it? Are you stressed? Are you bored? Tired? Whatever the reason is when you become aware of why then you can make healthier choices. ⁠ Picture by: Kitty Zaja ⁠ ⁠ #healthy #foodshare #healthcoaching #psychologyofeating #foodporn #weightloss #mentalhealth #instagood #love

A post shared by Kristin Psychologist & Coach (@mindtherapy.dk) on May 15, 2020 at 12:01pm PDT

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent fyrirspurn HÉR. 

mbl.is